laugardagur, júní 23, 2007


Rakel Kara blómarós

Nammi namm sveskjumauk

Ýtir sér út um allt

Áttum svo skemmtilegan dag að ég verð barasta að deila honum. Byrjuðum daginn á hjólatúr um sveitina hér um kring. Keyptum hjól handa mér í vikunni og hjólavagn fyrir Ísabellu og því getum við öll farið í stuttar hjólaferðir. Við hjóluðum í kringum hveitiakra og baunaakra,milli sveitabæja og inn í skóginn. Þetta er orðið nýjasta áhugamál okkar allra og er alveg þrælskemmtilegt :O) Eftir hjólatúrinn settumst við út í garð og borðuðum nestið okkar og höfðum það kósí.
Á Íslandi er Jónsmessan í kvöld en hér í DK heitir það Skt. Hans dag. Fraugdebúar halda þennan dag hátíðlegan með því að halda skemmtun út í skógi. Við grilluðum pylsur, hlustuðum á lifandi tónlist og horfðum á brennuna. Rakel lék sér við krakkana á meðan við höfðum það huggulegt með bæði dönskum og íslenskum nágrönnum okkar. Á eftir löbbuðum við heim enda stutt að fara. Á leiðinni heim var búið að kynda upp í annarri brennu í götunni á móti okkur og svo var lítil flugeldasýning.
Svona eiga allir dagar að vera:O)

Halli að grilla pylsur


Bálið mikla út í skógi

og auðvitað voru nokkrar nornir brenndar á bálinu :O)

Verið nú dugleg að kvitta í gestabókina eða skrifa komment. Það er svo gaman að sjá hver les þetta litla bull í mér :O)
Sumar og sólarkveðja frá Danmörku
Svansa og Co

6 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Mikið hljómar þessi dagur vel hjá ykkur! Gott að heyra að þið njótið lífsins í góða veðrinu þarna úti.
Kveðja,
Bogga

1:52 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið hljómar þessi dagur vel hjá ykkur! Gott að heyra að þið njótið lífsins í góða veðrinu þarna úti.
Kveðja,
Bogga

1:52 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er alveg að fara að koma til ykkar:)

11:30 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ þetta er mamma. Alltaf gaman að heyra frá ykkur og sérstaklega að sjá myndirnar. Sjáumst eftir nokkra daga, kveðja mamma:)

12:05 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hér er kvitt frá mér...

9:40 f.h.

 
Blogger Feita dufan design said...

Hæ Sigga og Ívar hér... við erum bara hér í sólinni á íslandi en söknum ykkar mikið ;)
Við erum svo að fara að leggja í hann heim til DK og þá er pottþétt að við ætlum að taka sólina með okkur heim aftur ;)

Sjáumst fljótlega... kveðja frá klakanum í sól og sumaryl ;)

Sigga og Ívar

12:25 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home