Útsofin og ánægð
Góðan og blessaðan daginn.
Við Halli situm hér voða rómantísk í kvöld með sitthvora tölvuna í fanginu. Hann að horfa á fræðsluþátt frá Helgu og Daða og ég að blogga :O)
Hér er pínu pistill fyrir ömmur og afa á Íslandi sem hafa alltaf gaman af fréttum af stelpunum. Frænkurnar hafa kanski líka pínu gaman af :O)
Rakel Kara hefur farið á kostum síðustu daga okkur til mikillar ánægju. Hún er orðin SVO stór og fullorðin að það er bara hlægilegt að fylgjast með skottunni.
Myndin af Rakel hér fyrir ofan lýsir einu slíku fullorðinsandartaki sem var bara fyndið. Hún var nýbúin að greiða sjálf og setti svona fínar spennur í hárið. Svo lýsti hún því yfir að hún hefði ekki tíma til að tala við mömmu sína því hún væri UPPTEKIN við að þrífa eldhúsborðið, svo ætti hún eftir að búa um rúmið og þrífa sigtið í þurrkaranum :O)
Sama dag lýsti hún mömmu sína drottningu, pabba sinn Kóng og sig sjálfa prinsessu. ,,Hvað með Ísabellu" spurði ég. Eftir langa umhugsun sagði sú stutta ,,æ hún má bara vera snigill" :O)
Í dag þá vorum við tvær að hlusta á Vísnadiskinn hennar Rakelar og lesa Vísnabókina. Þegar við erum að fletta henni þá tekur sú stutta eftir mynd af gamalli konu með kyndil í hendinni. ,, Hey þetta er konan sem kyndir ofninn minn" segir hún og vitnar í lag sem ég syng alltaf fyrir hana á kvöldin. ,,Afhverju er hún svona leið" segir hún, ég útskýri fyrir henni að hún sé fátæk og eigi litla peninga fyrir mat. ,,En getur hún ekki bara keypt peninga? segir sú stutta.Eftir langa útskýringu afhverju konan sé svona leið á myndinni byrjar neðri vörin á Rakel að titra og endar með þvílíkum gráti yfir þessum ömurlegu aðstæðum konunnar :O)
Ísabella er farin að sofa rosalega vel á nóttunni 7-9-13. Allt þessari frábæru bók að þakka sem við keyptum fyrir stuttu. Þar eru margar sniðugar hugmyndir og þar segir m.a að það sé best að láta svona ung börn sofna á kvöldin milli 18:30 og 19:00. Í gær fór hún t.d að sofa kl 18:30 og svaf til 6:30 um morguninn :O) Vaknaði reyndar einu sinni í nótt en sofnaði bara strax aftur. Þetta ásamt fleirum atriðum í bókinni er að gera mikla lukku hér á heimilinu og við erum útsofin og ánægð.
Ekki meir í bili gott fólk
Bið að heilsa ykkur
Knús frá Svönsu, Halla, Rakel Köru og Ísabellu Katrínu.
6 Comments:
Æj hvað Rakel er góð í sér...
Ég vil fá að sjá ykkur sem allra fyrst!!!
8:12 e.h.
og við viljum auðvitað sjá ykkur sem fyrst. Við hittumst allavegana eftir 2 mánuði og nokkra daga í kóngsins köbenhavn...Fjör :O)
8:27 e.h.
Ohh hvað hún er mikið yndi hún Rakel Kara það kemur oft svo margt skemmtilegt uppúr þessum skottum:)
Yndislega fallegar þessar litlu prinessur ykkar, greinilega steyptar í sama mót því þær eru svo líkar:)
Gaman að lesa bloggin þín Svansa ég kíki oft á síðuna ykkar:)
Hvað heitir þessi bók sem þú keyptir væri alveg til í að skoða einhver góð ráð til að láta skottuna litlu sofa betur og lengur í einu. Jæja ætla nú ekki að fara að blogga á síðunni þinni:)
bestu kveðjur
Halldóra
5:50 e.h.
Æði að bókin virkar svona vel.... kannski að þú getir gefið mér ráð ef að hann Nonni litli verður eitthvað erfiður þegar hann kemur í heiminn ;)
Kveðja úr Neder Holluf
Sigga Vigga og co
11:18 e.h.
Hæhæ
Flottar myndir af skottunum...
Já vonandi förum við að hittast sem fyrst...
Hjördís er farin að sakna Rakelar mj0g mikið. Beið alltaf eftir að hún kæmi hér þegar miðaldarfestivalið var því við vorum búin að segja við hana að hún væri að koma þá í heimsókn til okkar og ætlaði að sofa meira að segja.... Hún var frekar fúl skottan...En við verðum að bæta úr þessu fljótlega....
Bestu kveðjur Jóna og Co. Horsens
3:32 e.h.
Við grétum úr hlátri, þær eru yndislegar þessar skottur. Við viljum fleiri svona sögur
Kossar og knús handa ykkur öllum
Kv. amma Elsa og afi Einar.
9:07 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home