Myndbönd og fl
Ísbíllinn kemur alltaf á þriðjudögum í hverfið okkar og hér er Rakel að gæða sér á ís.
Ísabella glöð og kát.
Rakel er byrjuð í fimleikum og hér er hún stolt í nýja fimleikabúningnum sínum.
Um daginn fórum við í dýragarðinn og hér er Ísabella að leika sér meðan við hin borðum nestið okkar.
Rakel er farin að stilla sér upp á öllum myndum. Er orðin svoldið mikil pæja :O)
Hæ hæ
Eins og vanalega er fullt að gerast í litla kotinu okkar. Litlu dömurnar okkar hafa farið á kostum síðustu vikur og alltaf er að bætast í safnið okkar sögur af þeim tveim. Við ættum eiginlega að fara að skrifa niður allt þetta skemmtilega sem þær segja og gera. Ísabella er búin að læra að frussa og nú frussar hún út í eitt. Hún hreinlega froðufellir svo mikil eru átökin. Svo vinkar hún alltaf þegar við við lokum hurðum, kann að klappa og sýnir okkur óspart hvað hún er rosalega stór.Læt eitt frussumyndband flakka af dömunni og annað þar sem hún sýnir listir sínar. Rakel er á fullu að læra stafina og nú getur hún skrifað nafnið sitt og þekkir fullt af stöfum.
Læt þetta duga í bili. Andinn er ekki yfir mér í dag :O)
Verið nú dugleg að skrifa komment eða í gestabókina okkar. Það er alltaf svo gaman að fá kveðjur frá ykkur :O)
Frussumyndbandið
Ísabella að sýna listir sínar
2 Comments:
Vá hvað það er mikil breyting og það bara á nokkrum dögum á Ísabellu :) Hún er alltaf jafn mikið æði :)
Rakel er líka orðin svo stór að maður á ekki orð...man hvernig hún var þegar þið fluttuð fyrst hingað.. þvílík breyting á pæjunni :)
Okkur hlakkar til að sjá ykkur Rakel í fimleikum í nýja flotta fimleikabolnum :)
Sjáumst hressar á eftir :)
Kveðja frá Neder Holluf...
Sigga Vigga og co
6:57 f.h.
Hæhæ familí...
Langt síðan síðast...
Við erum alltaf að bíða eftir að fá ykkur í heimsókn...
það er komið frekar langt síðan þið voruð á leiðinni....hehe
En ef þið farið ekki að láta sjá ykkur þá verðum við bara að koma til ykkar...hehe
En við ætluð að halda uppá afmlið hans Jörgens Mikael ekki núna um helgina heldur næstu... Og það væri alveg frábært að fá ykkur hingað yfir...
Knús og kossar frá Horsens
Jóna og co.
7:20 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home