Haustfrí í vændum :O)
Hæ hæ, góða fólkið mitt.
Hér í Danmörku er haustið að ganga í garð eftir regnmikið sumar. Laufblöðin eru byrjuð að skipta um lit og detta af trjánum en samt sem áður en grasið ennþá grænt (rosa skáldleg). Síðustu dagar hafa verið alveg frábærir, bjart, logn og hlýtt en það allra besta og skemmtilegasta er haustfríið sem byrjar eftir aðeins tvær vikur :O) Stóra spurningin er: Hvað á þessi litla fjölskylda að gera af sér í viku fríi? MMMMMMMMM.
Leigja sumarbústað í Danmörku, Þýskalandi eða Svíþjóð?
Fara til Íslands?
Vera heima og mygla?
Já þegar stórt er spurt er lítið um svör....erum að kanna alla möguleika nema einn :O) Að vera heima og mygla :O)
Kveðja Svansa CO
1 Comments:
Ég veit, koma til íslands!!!!! jájájájájájájájájá
11:13 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home