laugardagur, október 20, 2007

Endurnærð

Nú er haustfríið okkar að klárast ;O( Það var alveg frábært í þessu litla fríi okkar. Við sjáum sko ekki eftir því að hafa farið í þennan frábæra bústað. Veðrið var æðislegt, sól og logn allan tímann og tilvalið útiveður. Bústaðurinn sjálfur stóð alveg undir væntingum og var í miðjum skógi. Haustlitirnir voru svo fallegir í trjánum og stjörnurnar á kvöldin líka. Það besta var að Ísabella svaf allar næturnar nema eina eins og steinn og því erum við Halli svo endurnærð. Baugarnir undir augunum farnir og brosið komið á sinn stað :O) Það er greinilegt að góður svefn gerir kraftaverk:O)
Ákváðum í haustfríinu okkar að taka dagmömmuplássinu sem Ísabellu var boðið. Mér var hugsað til hennar Halldóru á Íslandi sem ákvað að gerast dagmamma og betri dagmömmu er örugglega ekki hægt að fá. Það er ekki endalaust hægt að hugsa um sögusagnir og þessi dagmamma gæti alveg eins verið frábær. Allavegana þá ætlum við að prófa enda er ég farin að þrá að komast aðeins út úr húsi ,fara í leikfimi eða í dönskuskólann aftur. Reyndar er ég byrjuð í fjarnámi í dönsku og líkar bara vel. Komin á stig fjögur af sex. Get alveg viðurkennt það að ég hef ekki lært mikið í dönsku þann tíma sem ég hef verið heima í fæðingarorlofi :O) En nú tek ég dönskuna bara með stæl og verð orðin altalandi fyrir sumarið.
Nú styttist óðum í Kaupmannarhafnarferðina með mömmu, Helgu systur og Jóhönnu Maríu systur. Minna en mánuður í stóra daginn:O) Ég hlakka ekkert smá til enda verð ég í mjög svo skemmtilegum félagsskap :O)
Þar til seinna :O)
Knús og kossar til fjölskyldu okkar
Eins og við höfum sagt áður að þá fáum við ekki Íslandsþrá heldur það sem kallast fjölskylduþrá. Við hlökkum til að sjá ykkur öll, erum að huga að Íslandsför, annaðhvort um jólin eða í janúar. Það fer allt eftir próftöflunni hans Halla ;O)

Heyrumst
Svansa og co

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sakni sakni sakn...
Það verður svo gaman í Köben!!!

9:09 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að þið skemmtuð ykkur svona vel í bústaðnum- fáum við ekki myndir? Það er góð hugmynd hjá ykkur að prufa dagmömmuna, maður verður að komast út úr húsi stundum. Þú kemur bara fyrir svona "nanny-camera" þar sem lítið ber á ;)Svo treystum við á þig til að vera túlkurinn okkar í Kaupmannahöfn í nóvember.

Kv Helga systir

8:58 f.h.

 
Blogger Jóna Mjöll Halldórudóttir said...

Hæhæ fjölskylda...
Gaman að það var svona frábært hjá ykkur í bústaðinum. Hefði svo viljað kíkja á ykkur en erum á ólöglegum og frekar biluðum bíl svo við lögðum ekki í það í þetta skiptið... Vonandi förum við bara fljótlega öll saman í bústað, svona núna þesag Jöggi er byrjaður að þéjna smá inná heimilið hehe...
Knús og kossar
Jóna og co Horsens

9:40 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home