mánudagur, október 22, 2007

Jólastuð og Jón Nikulás

Ákváðum í gærkvöldi að láta stelpurnar sofa í sama herbergi.Hugsuðum með okkur að það væri þess virði að prufa. Rakel var rosa spennt og fannst þetta ljómandi hugmynd, spurði mig svo hvort hún mætti ekki gefa Ísabellu pela ef hún myndi vakna í nótt :O) Hún vildi líka endilega strjúka henni um vangann og halda í hendina á henni í alla nótt. Ég horfði á hana dreymin á svip og í eitt andartak þá fannst mér eins og að nú væri svefnleysið okkar Halla búið :O) að við værum þarna komin með frábæran hjálparkokk sem gæti bara séð um Ísabellu á nóttunni. Andartakið leið og þá uppgötvaði ég að lífið væri ekki alveg svona einfalt hehe. Málið er að við Halli viljum endilega endurheimta svefnherbergið okkar. Á kvöldin þá læðumst við upp í rúm og vonum að það braki ekki í gólfinu eða að annaðhvort okkar þurfi að hósta, eða að sjúga upp í nefið:O) Ef þetta tekst þá get ég lesið uppi í rúmi eða horft á t.d eina dvd mynd :O) Þvílíkur lúxus.
Jólafílingurin er kominn í heimilismeðlimi og á eftir verður farið upp á loft til að sækja eina hvíta ljósaseríu eða svo. Síðan verður haldið út í búð til að kaupa danskt Malt, eplaskífur og fullt af súkkulaði til að hita okkur í kuldanum.
Við hittum um helgina lítinn nýfæddan prins ,Jón Nikulás. Til hamingju Sigga og Ívar :O)

2 Comments:

Blogger Jóna Mjöll Halldórudóttir said...

Hæhæ skvís...
Já vonadi gengur þetta með að láta prinsessurnar sofa saman í herbergi. Ég skil ykkur svo innilega, könnumst við þetta hérna megin hehe... En róleg með jólafílinginn það er nú bara október sko...
Skilaður hamingju kveðju til Siggur og Ívars frá okkur...

Knús, kossar og bestu kveðjur
Jóna og co. Horsens

10:51 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

ég kannast sko alveg við þetta með að sjá bara um litlu systur á nóttunni hehe. Aldís María sá þetta í þvílíkum hillingum og ég reyndar líka að hún gæti bara séð um þetta haldið í hendina á henni og svona. Skemmst frá því að segja að hún var komin inn til okkar aftur á nótt 2 hehe úthaldið var ekki meira en það. En stefnan er nú samt tekin á að reyna þetta aftur enda óþolandi að geta ekki hoppað uppí rúm að lesa eða neitt áður en maður fer í draumalandið án þess að vekja prinsessuna.

Þú ert aldeilis fljót á þér í jólaundirbúningi Svansa mín, ég viðurkenni þó alveg að ég er veik í að fara að finna skrautið og svona en ætla að bíða aðeins með það:)

Takk annars fyrir hlý orð í minn garð í síðasta bloggi, Ísabellu skottu á örugglega eftir að líða mjög vel hjá dagmömmunni og þú að fíla það vel að komast útúr húsi til að gera eitthvað annað en að hugsa um hana:) Já jæja þetta er örugglega orðið lengra en bloggið þitt hehe svo ég hætti núna en vertu dugleg að blogga skvís

kv. Halldóra

2:33 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home