laugardagur, desember 08, 2007

Aðventan

Já, það er mikið að gera á þessu litla heimili okkar. Nóvember og desember hafa flogið áfram og allt í einu eru bara nokkrir dagar til Jóla. Ákvað rétt í þessu að staldra aðeins við og reyna að slappa aðeins af í aðventunni. Njóta hennar og fá jólaandann yfir mig, enda er þessi tími ársins bestur að mínu mati. Síðustu vikur hafa verið þvílíkt skemmtilegar en mjög svo annasamar, saumaklúbbar, tvær Köbenreisur, jólahlaðborð, jólaskreytingar, eyrnabólga, veikindi, svefnleysi, afmæli, jólaundirbúningur, húsverk, skólaverkefni jííííííhí.
Á morgun ætla ég að byrja aðventuna mína, eins og ég vil hafa hana. Ætla að byrja á því að kíkja með familíuna á jólamarkað H.C. Andersen. Fórum í fyrra og það var alveg þrælskemmtilegt og mjög svo jóló. Svo ætla ég í Bilka og kaupa nokkrar útiseríur í viðbót og smella þeim upp, henda jóladiski í geislaspilarann og fá mér jólaglögg og eplaskífur að hætti Dana mmmm :O)

Bið að heilsa.
Njótið nú aðventunnar, ég mæli með glöggi og eplaskífum :O)
SVansa

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég er komin í jólafrí eftir næstu víku:D BAra smá að monta mig...

12:41 f.h.

 
Blogger Feita dufan design said...

Takk fyrir komuna í dag...enda alltaf gaman að fá ykkur í heimsókn :)

Verðum að drífa okkur í þessum litlu jólum okkar þar sem að við virðumst ekki báðar geta verið á landinu yfir jólin ;) haha

Jæja kveðja úr jólahúsinu við Neder Holluf...

Sigga Vigga og co

10:22 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home