loksins blogg
Vorum að renna í hlað eftir frábæran útivistadag. Veðrið er búið að vera svo frábært, bjart og lygnt og við nutum þess í botn að eyða deginum í dýragarðinum hér í Odense. Við tókum með okkur nesti á danska vísu, kaffi, safi, brauð og kökur. Uppáhaldið okkar allra er að hitta ljónaungana okkar sem við höfum fylgst með frá fæðingu og auðvitað að sitja og borða gott nesti á meðan stelpurnar leika sér á leiksvæðinu.
Hér er allt að komast í fastar skorður. Halli byrjaði á fjórðu önn í tæknifræði í byrjun febrúar og Ísabella og Rakel eru alltaf jafn ánægðar á leikskólanum. Frúin á heimilinu skellti sér í fjarnám í eðlisfræði til að komast inn í tæknifræðina í haust. Allt í glymrandi gleði og hamingju :O)
Jæja, best að fara að leggja á borðið fyrir kvöldmatinn og ná í Rakel, því hún er að leika hjá vinkonu sinni. Halli er að töfra fram einhverjar kræsingar í eldhúsinu. Best að lækka ljósin, kveikja á kertum og fá mér eitt hvítvínsglas :O)
Þar til seinna gott fólk :O)
Svansa og sæta liðið.
3 Comments:
O ég vildi að við hefðum getað komið með en svona er það bara :( En við verðum að stefna á þetta fljótlega þegar allir eru frískir :)
Get varla beðið eftir næstu helgi :)
Kveðja úr Neder Holluf
Sigga Vigga og co
8:56 e.h.
Gaman að heyra í ykkur. Þið eru alltaf jafn hamingjusöm. Ef við finnum fyrir depurð þá kíkjum við alltaf á bloggið ykkar og þá verðurm við glöð. Kossar til ykkar allraog knús.
Kv. Mamma Elsa
6:13 e.h.
hæhæ gaman að lesa:D
Væri ekki sniðugt að setja einhverskonar lás á myndböndin af rakel og ísabellu?? Það eru komin skuggalega mörg áhorf... nema þú egir bara svona marga vini:D
3:12 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home