miðvikudagur, júlí 23, 2008

Þvílíkt veður

Hér sit ég úti í alveg frábæru veðri :O) Klukkan er 21:00 og ég sit úti á hlýrabolnum með hvítvínsglas í hendi og hygger mig. Svona kvöld eru alltaf svo notaleg, börnin komin í rúmið eftir að hafa verið úti allan daginn og við hjónaleysin bara að dúlla okkur. Veðurspáin næstu vikuna er geggjuð, sól og blíða og 27 gráður.
Rakel er búin að vera að leika sér við danska vinkonu sína í allan dag. Þær byrjuðu heima hjá okkur og léku sér úti í ALLAN dag. Dunduðu sér við að veiða fiðrildi, settu þau svo í box og gáfu þeim að éta. Seinnipartinn fóru þær síðan heim til Silju (danska vinkonan) og voru þar til klukkan átta, takk fyrir. Foreldrar Silju eru svo hrifin af Rakel ( hmmm enda vel upp alin stúlka) að þau áttu ekki til orð. Svona kurteisa stúlku höfðu þau aldrei séð. Hún var eina barnið ( fullt af börnum á staðnum )sem sat við matarborðið og borðaði allan matinn, stóð svo upp og sagði pent ,,takk fyrir matinn, hann var rosalega góður".
Næstu dagar fara bara í notarlegheit, ætlum ekki inn fyrir hússins dyr nema nauðsyn sé:O) Á mánudaginn byrja stelpurnar aftur í leikskólanum og þá er ég komin í frí. Halli ætlar að vera svo duglegur að hjóla í vinnuna í heila viku. Við erum að tala um heila 20 km aðra leið. Hann hjólar því 40 km á dag í heila viku. Eftir rúmlega viku þá klárar hann vinnuna sína og er þá líka kominn í frí :O) Já þá taka lúxusheitin við hjá okkur, stelpurnar á leikskólanum og við verðum tvö ein heima á meðan :O) Ætlum að taka húsið í gegn, enda ekki mikið búið að gerast síðustu vikurnar en á góðviðrisdögum ætlum við bara að tjilla í sólinni. Kanski förum við niðrí bæ, röltum um og fáum okkur hádegisverð í kósí göngugötunum hér í Odense eða förum á herragarðinn í Egeskov og eigum dag þar. Já svo eru líka svo skemmtilegar strendur hér í nágrenninu , já og gönguleiðir og líka skemmtilegt fólk til að heimsækja.
Við biðjum að heilsa og hvetjum ykkur að hafa það kósí og notalegt.
PS ég er enn að bíða eftir smartbúnaðnum fræga, ekki enn kominn í hús :O(
Rembingsknús til ykkar,
Kveðja Svansa

2 Comments:

Blogger Solla said...

eru ekki allir svona hrifnir af Rakel Köru, hún er svo sæt og góð.

11:36 f.h.

 
Blogger Helga Kr. Einarsdóttir said...

Oooh, mig langar í heimsókn! Af hverju er svona dýrt að fljúga... Ég ætla að skoða bílaleigubíla strax!

1:59 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home