sunnudagur, apríl 27, 2008

Sumar og sólardagur að kveldi kominn.

Góða kvöldið kæru vinir og fjölskylda.
Sumarið er komið hér Danaveldi, og fyrsti strandardagur ársins að kveldi kominn. Við eyddum hluta úr degi á Kertemindeströndinni góðu, grilluðum pylsur og spjölluðum á meðan stelpurnar léku sér í sjónum og í sandinum. Þetta var fyrsti dagurinn í sumar þar sem hitastigið var nálægt eða yfir 20 gráður. Morgundagurinn á sem betur fer að vera svipaður :O)
Halli og Sveinn að grilla dýrindis pylsur.
Rakel Kara
Rakel að grafa Ester
Um kvöldið voru svo grilluð svínarif og kartöflur.
og auðvitað léku krakkarnir sér úti í góða veðrinu langt fram á kvöld.
og Ísabella fær stundum að leika með.
og ein Ísabellu mynd í lokin sem var tekin fyrir nokkrum dögum..:O)
Af okkur er allt gott að frétta. Okkur finnst frábært að sumarið sé komið. Við höfum varla farið inn fyrir hússins dyr í nokkrar vikur :O) Höfum verið dugleg að fara í hjólatúra og lautarferðir í góða veðrinu.
Hér í Danmörku eru ófaglærðir leikskólastarfsmenn í verkfalli og þess vegna hefur Rakel verið heima í rúmlega viku. Ísabella hefur sem betur fer mátt fara á vöggustofuna :O) Það hefur verið svoldið erfitt að læra þessa daga sem Rakel hefur verið heima og það styttist óðum í prófin. Við vonum samt að þetta verkfall fari nú að leysast.
Við erum farin að hlakka til að komast í stærra húsnæði. Ef við göngum út í garð og lítum til hægri þá sjáum við nýja húsið okkar. Það hefur verið í byggingu síðustu mánuði og stendur nú alveg tilbúið, allt nema garðurinn. Í enda maí fáum við svo lyklana af höllinni okkar og þá ætlum við að drífa okkur í að flytja dótið yfir.
Það styttist óðum í sumarfríið okkar sem við ætlum að eyða í Þýskalandi að þessu sinni. Ætlum að dvelja í sumarhúsi við Schönhagen Strand sem er víst algjör paradís á jörð. Sumarbústaðurinn liggur við gullna strönd sem er um 15 km löng mikið um að vera í kring, skemmtilegir strandbæir og falleg náttúra :O)
Ég klára prófin mín 15 maí og svo ætla ég að vera í fríi í allt sumar:O) þvílíkur lúxus.
knús og kossar frá sólbrennda liðinu í Óðinsvéum

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sakni sakni SAAAAAKN. andvarp...
meira sakn...
Ég sakna ykkar...
Jóhanna María

6:29 e.h.

 
Blogger svooona said...

mmm sakna þín líka litla systir :O) Hlakka til að sjá þig í sumar

9:18 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Það var rosa gott veður í dag. 11 stiga hiti, sól og logn.. mamma sat úti í garði og varð sólbrennd í framan, Jóhanna vann í allan dag og horfði á hitt fólkið sleikja sólina.:( Alltaf gaman að heyra í ykkur, gott að það sé svona gott veður. Það styttist óðum í að við komum, þetta verður fljótt að líða. Apríl flaug áfram.
Knús og kossar frá okkur öllum.
Mamma:D

8:49 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home