Ég fæ alltaf ritstíflu þegar ég ætla að skrifa hér inn þannig að hér eru nokkrar myndir af því sem við höfum verið að gera síðan síðast. Er ekki alltaf sagt að myndir segja meira en orð ? Góða skemmtun :O)
Þann 12 mars átti Rakel Kara afmæli og nokkrum dögum áður hélt hún upp á afmælið sitt með glæsilegri og fjölmennri veislu. Hér er verið að syngja afmælislagið fyrir dömuna í veislunni.
Við fjölskyldan erum reglulegir gestir í dýragarðinum í Odense. Þar er alltaf jafn gaman að eyða deginum, með nesti, skoða dýrin og leika á leiksvæðinu. Ísabella er ekki hrædd við geiturnar og eltir þær út um allt á meðan Rakel Kara þorir ekki inn nema að á henni sé haldið :O)
Fín og sæt í prjónuðu íslensku vesti, vantar reyndar brosið á báðar myndirnar.
Systurnar að horfa á ferða DVD
Við fengum gest frá Íslandi um Páskana og það var hún Rannveig (Föðuramma).
Er að hugsa um að fara með þessa fjölskyldu til atvinnuljósmyndara. Ég næ aldrei flottri mynd af þeim saman :O(
Annars er allt gott að frétta af okkur. Vorið er komið í Danmörku og við reynum að vera úti eins mikið og við getum. Við höfum farið í nokkra hjólatúra, það finnst okkur öllum gaman. Rakel er farin að hjóla án hjálpardekkja og nennir ekki lengur að sitja í vagninum heldur vill hjóla með. Við ætlum að flytja 1 júní í fínasta parhús í næstu götu. Húsið er þónokkuð stærra en það sem við erum í núna, er á einni hæð og er með fjórum svefnherbergjum þvottahúsi og stórum útiskúr eða klúbbhúsi eins og Halli kallar það :O) Við segjum því bráðlega skilið við litla kotið okkar, þar sem okkur hefur liðið vel síðustu tvö árin.
Jæja segjum þetta gott í bili, ég ætla út í sólina og blíðuna....15 stiga hiti úti :O)
Jæja segjum þetta gott í bili, ég ætla út í sólina og blíðuna....15 stiga hiti úti :O)
Knús og kram
Svansa og CO
3 Comments:
HæHæ, en ég heppin að hitta akkúrat á þegar húsmóðirin er nýbúin að skella inn ritsmíð og myndum :)
Bið að heilsa öllum
tilvonandi nágrannar...kannski ;p
Íris og co
12:44 e.h.
Loksins að við heyrum frá ykkur og sjáum nýjar myndir af litlu snúllunum sem stækka dag frá degi. Sjáumst eftir tvo mánuði.
Þúsund kossar, Mamma:D
8:55 e.h.
Hello. This post is likeable, and your blog is very interesting, congratulations :-). I will add in my blogroll =). If possible gives a last there on my blog, it is about the Smartphone, I hope you enjoy. The address is http://smartphone-brasil.blogspot.com. A hug.
7:42 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home