Tómlegt í kotinu
Það er mjög tómlegt í kotinu í dag, mamma, pabbi og Jóhanna María litla systir flugu til Íslands seint í gærkveldi. Það var gaman að hafa þau og við söknum þeirra strax. Rakel tók sér langan tíma í grátur í gærkveldi og sagðist örugglega aldrei geta hætt að gráta því hún saknaði þeirra svo mikið og hún myndi gráta þangað til hún væri orðin gömul og dæi. Þvílíkt drama :O) Hún vaknaði svo í morgun hress og kát og er búin að vera úti að leika í allan dag, hefur reyndar minnst nokkrum sinnum á ömmu, afa og Jóhönnu en hún er búin að jafna sig að mestu :O)
Næstu dagar hjá okkur Halla fara í að gera húsið fínt og flott og reyndar þarf líka að gera helling í garðinum. Þurfum að kaupa og setja upp gardínur og skjólveggi, sortera og henda úr skúrnum og fullt fleira. Ætlum bara að dunda okkur við þetta í rólegheitunum þar sem að stelpurnar eru í fríi í leikskólanum næstu vikurnar. Ég er orðin svoldið spennt að vita hvort ég kemst inn í skólann en það kemur allt í ljós 28 júlí, verð væntanlega boðuð í viðtal á næstunni :O)
Jæja ekkert fleira að frétta í bili.
Knús og kossar til ykkar sem lesa þetta
Svansa
1 Comments:
Ég sakna ykkar:(
Kv. Jóhanna
6:29 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home