þriðjudagur, maí 06, 2008

Stundum verður maður bara að monta sig :O) Síðustu dagar hafa verið hreint út sagt æðislegir, sól, blíða og 20 gráður. Ég get bara ekki vanist því að búa í landi með svona veðráttu, alltaf verð ég jafn hissa þegar ég vakna á morgnanna og uppgötva að það er hægt að fara út án þess að kappklæða sig. Í tilefni blíðunnar ætla ég að deila með ykkur nokkrum myndum frá hjólatúrnum okkar í dag.
Rakel vill hjóla sjálf þegar við förum í hjólatúr.
Vorlitirnir eru flottir, hér erum við að hjóla meðfram ökrum.
Ákváðum að stoppa og viðra okkur á leikvelli í nágrenninu.
Áður en við vissum af var Ísabella búin að klifra sjálf upp. Halli bjargvættur passar að hún fari sér ekki að voða :O)
Aldrei vill neinn hjálpa mér bööööööö. Ísabella eitthvað að tjá sig á leikvellinum.

Jámms gráturinn virkar alltaf :O)
Já kæru hálsar, veðurblíðan á að halda áfram hér í Danaveldi. Spáin segir 20 gráður alla næstu viku og sól. Ef einhver vill koma í heimsókn og sóla sig þá er hann velkominn :O)
Að lokum koma nokkrar myndir af nýja húsinu okkar, fyrir hana mömmu
mína :O)
Hér er inngangurinn að húsinu og skúrinn. Eins og sést vantar allt gras eins og er, aðeins mold og drulla.
Inngangurinn og hér sést smá í þvottahús, sem er reyndar líka baðherbergi með sturtu
Þvottahúsið.
Eldhús og borðkrókur.
Stofan og dyr út í garð.

Eldhús og borðkrókur.
Aðal baðherbergið.
Útsýnið frá garðinum okkar. Tja það sést í gamla húsið mitt :O)
Svona lítur hverfið út, flutningur eftir tæplega mánuð. Vonandi verða þeir búnir að sá grasfræum og gera svoldið kósí fyrir okkur mmmmm.
Njótið nú veðurblíðunnar,
þar til næst
Sólskins og sumarkveðja frá Svönsu, Halla og co.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Úh, flott! Ég skal koma í heimsókn! Rosalega er ísabella orðin stór!

8:48 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Kommentun:D ég sakna ykkar og hlakka til að hitta ykkur:D
Jóhanna

11:08 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ, Berglind frænka hér. En hvað ég á sætar frænkur úti danmörku, verð að kíkja á ykkur í sumarblíðuna einhverntímann.

Kv. Berglind og Sigurlína Rósa

http://sigurlinarosa.barnaland.is/

Aðg.orð: Suðurgata

1:30 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju med afmaelid svansa min!! Eg skal hugsa voda fallega til thin i dag, enda landfradilega erfitt ad koma til thin gjof... Eg vona ad vedrid hja ykkur se jafn fallegt og herna i Hollandi, sol og blida ;)

Sjaumst!!

Helga systir

1:02 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home