miðvikudagur, júlí 16, 2008

Sumarfrí og vinna


stelpurnar á trampólíni hjá nágrönnum okkar.

Á leiðinni í hjólatúr.

Þessi mynd var tekin einhverntímann í vor.

Sælt veri fólkið.


Allt gott að frétta af okkur eins og vanalega. Halli var að fá vinnuna sem hann var búinn að sækja um. Hann ætlar að vinna í skipasmíðastöð næstu 2 1/2 vikunar og fær vel borgað fyrir það. Við stelpurnar verðum því einar í sumarfríi í tæplega tvær vikur en í staðinn verðum við Halli saman í fríi í ágúst.
Okkur líður rosa vel í nýja húsinu okkar og erum að klára að koma okkur fyrir. Það eru komnar gardínur í alla glugga og búið að taka upp úr flest öllum kössunum. Erum reyndar ekkert að stressa okkur á þessu, klárum bara að taka upp úr kössunum þegar stelpurnar byrja aftur á leikskólanum. Ætlum bara að njóta þess að vera í fríi saman :O)
Stelpurnar eru alltaf sætar og góðar. Ísabella telur upp á tíu og syngur hástöfum mörg lög og Rakel er að læra á hjólaskauta.
Váá greinilega ekki mikið að frétta hjá okkur híhí :O)
Verið nú dugleg að kvitta og góða nótt
Kveðja Svansa

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með vinnuna:D Ég vona að línuskautanámið reynist vel í famtíðinni Rakel... Ég er farin að sakna ykkar fullt...:(
Kv. jóhanna

12:45 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hae hae! Til hamingju med husid, gott ad vita ad einhver er a sama bati og madur sjalfur. Virdist vera miklu betra vedur i Danmorku en Hollandi, mig langar i heimsokn!! Eda thid getid komid hingad...?
Helga

8:38 f.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gaman að heyra í ykkur. Þúsund kossar:***
Mamma

12:01 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home