miðvikudagur, ágúst 06, 2008

Hiti og molla

Síðustu dagar hafa verið notalegir í einu orði sagt. við Halli höfum haft það svoooo gott þó svo að það hafi verið leiðinlegt veður:O) Já það var orðið langt síðan við höfum fengið smá tíma saman, án barna. Við höfum því nýtt tímann vel m.a. í svefn, lestur og dútl hér heima við. Stelpurnar una sér vel í leikskólanum og fannst ekkert erfitt að byrja eftir fjögurra vikna frí. Ég held að þeim hafi þótt gott að komast aftur í sína vanalegu rútínu :O) Ísabella hljóp allavegana skælbrosandi framhjá okkur í dag þegar við sóttum hana og sagði Bella laupa (þýðing: Ísabella hlaupa) og var ekkert tilbúin að fara heim til sín.

Ég komst inn í tæknifræðina í haust og byrja því í Global Management and Manufacturing 26. ágúst. Það er ekki laust við að það séu nokkur lítil fiðrildi í maganum á mér enda langt síðan ég var í skóla. Að eiga tvö börn og mann gerir skólagönguna ekki auðveldari :O) stundum finnst mér það vera full vinna að hugsa bara um börnin og heimilið. Það fyrsta sem ég verð að gera er að setja skítastuðulinn niður á lægsta plan (Hallaplan híhí) og reyna að forgangsraða hlutunum rétt.

Helga Kristín og Daði eru væntanleg í heimsókn á föstudag og ætla að eyða helginni hér hjá okkur. Þau ætla að keyra rúmlega 700 km frá Amsterdam til þess að hitta okkur, það er bara gaman :O) Við hljótum að finna eitthvað skemmtilegt til að bralla þó svo að það sé rigningarspá alla helgina. Við hittumst síðast í janúar, allt of langt síðan.

Það lýtur út fyrir að við skellum okkur til Íslands yfir jól og nýár, náum heilum tveim vikum heima á Íslandi :O). Við erum ekki búin að panta ennþá en það stefnir allt í að það verði gert á næstu dögum.

Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Úti er þvílík molla og hiti. Loftið hreyfist ekki og það er mikill raki . Á slíkum dögum er maður bara latur og nennir engu. Renndum reyndar í BIVA og keyptum okkur hillu, rosa fína á útsölu. Settum hana saman í svitabaði og hún kemur alveg svakalega vel út í nýja húsinu okkar. Næst á dagskrá er að undirbúa komu Helgu Kristínar og Daða. Maður verður nú að gefa þeim eitthvað gott að borða og svona. Á laugardagskveldið verður svo svaka partý hér í götunni minni. Allir íbúarnir ætla að hittast á miðjugrasinu og grilla saman og hafa það huggulegt. Við eigum svaka hressa nágranna bæði íslenska og danska og ef ég þekki þá rétt verður svaka stuð fram á rauða nótt :O)
Jæja segjum þetta gott í bili, þarf að fara að leggja á borð fyrir kræsingarnar hans Halla. Í kvöld fáum við Marengo kjúkling og meððí :O)
Bið að heilsa í bili
Svansa

2 Comments:

Blogger Solla said...

ohh, hvað þetta er allt girnó sem Halli eldar.

Þú rúllar upp skólanum, þú kannt þó allavega dönsku ;)

8:31 e.h.

 
Blogger Helga Kr. Einarsdóttir said...

Hæhæ, og takk fyrir síðast! Okkur gekk voða vel að komast heim, f.u. að GPS tækið fór að sofa rétt áður en við áttum að keyra út af hraðbrautinni, en það reddaðist svo. Ég er búin að skrifa fullt á bloggið, myndir koma síðar og ég lofa að senda þér myndirnar þínar af grillveislunni.
Og bara takk fyrir okkur, þetta var svaka gaman!
kv Helga og Daði

8:31 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home