miðvikudagur, september 27, 2006

LOOOOKSINS

Ein óléttumynd af Svönsu fyrir þá sem hafa áhuga híhí.


Loksins fæ ég að fara í sónar. Ég var að fá bréf frá sjúkrahúsinu í Odense og þar stendur að þeir vilji endilega fá mig í sónar þann þriðja okt. Kominn tími til :o)

Já og hér eru enn fleiri fréttir, þetta ætlar bara að verða rosa góður dagur. Danir hafa ákveðið eftir mikla íhugun að treysta okkur fyrir svokölluðu Dankorti sem er eins og íslenskt debetkort. Ég veit ekki afhverju bankanum snérist hugur og ákvað skyndilega að láta okkur fá Dankort. Við sem mættum í bankann í dag í þvílíkum vígahug og ætluðum sko ekki að láta einhverja bankastarfsmenn neita okkur um svona sjálfsagðan hlut. Við náðum ekki einu sinni að hækka róminn heldur voru kortin bara pöntuð fyrir okkur með bros á vör.

þriðjudagur, september 26, 2006

Nýtt myndband af Rakel Köru.

Ennþá er hún svoldið upptekin af Latabæ.
Þetta lag heitir Stundum eitthvað ljótt og loðið:o)

Enn sumar í DK

Það er bara rosalega lítið að frétta af okkur hér í Danaveldi. Sem betur fer þá þýðir það að okkur líður vel og við njótum þess að vera til. Veðrið er búið að vera svo frábært að við erum ennþá í sumarfötunum og við njótum þess að vera úti.

Sjálfri finnst mér æðislegt að vera ekki að gera neitt í augnablikinu því ég man þann tíma þegar ég var ólétt af Rakel Köru og var að vinna úti allan daginn. Þá var ég alltaf þreytt og bólgin en nú get ég lagt mig yfir miðjan dag ef ég vil og get hugsað vel um sjálfa mig. Svona lúxus varir þó ekki lengi því að skólinn minn byrjar fljótlega og þá verð ég á fullu aftur í heimalærdómi og svoleiðis stússi.
Bumban stækkar ört enda eru aðeins tveir mánuðir í stóra viðburðinn. Ég er farin að hallast að því að þetta sé drengur, lítill fótboltastrákur, sem sparkar allan daginn. Ég man ekki eftir svona miklum látum þegar ég var ólétt af Rakel Köru.
Við fórum í mæðraskoðun í síðustu viku og allt lítur svona ljómandi vel út. Það er skortur á ljósmæðrum hér í Odense þar sem 1/4 af þeim eru í fæðingarorlofi. Í Danmörku eru að meðaltali átta skoðanir hjá ljósmæðrum og vegna orlofa þá fækkar þeim í sex skoðanir. Okkur íslendingunum finnst þetta vera allmikið kæruleysi þar sem að mæðraskoðanir eru miklu fleiri á Íslandi. Ég man að ég fór vikulega síðasta mánuðinn þegar ég var ólétt af Rakel og var alltaf í stanslausum blóðprufum þar sem að ég er RH-. Við verðum víst að sætta okkur við að svona gengur þetta fyrir sig í Danmörku og vona að allt gangi vel :o)
Halla gengur alveg ágætlega í tæknifræðináminu sínu. Hann er að fara í sitt fyrsta próf í stærðfræði og burðarþolsfræði á föstudaginn og við vonum að það gangi vel. Sem betur fer er bókin hjá honum á ensku en prófið sjálft verður auðvitað á dönsku. Ætli stærsta vandamálið verði ekki bara að þýða prófið yfir á ensku :o)
Við biðjum að heilsa í bili og bráðlega setjum við inn myndir og annað myndband af Rakel Köru.

Skilaboð til Ömmu Rannveigar frá Rakel: Takk fyrir mig (Bros)
Skilaboð til Ömmu Elsu frá Rakel :Það er svoldið hart í sokknum.

PS: Ég hef ekki hugmynd um hvað hún er að meina með þessum orðum en hún bað mig um að skrifa þetta til ykkar :o)

mánudagur, september 18, 2006

Snuddulaus, dagur tvö.

Nóttin var okkur öllum erfið þar sem Rakel Kara vaknaði oft og grét mikið vegna snuddusöknuðar. Í morgun var hún samt afar kát en hafði áhyggjur af því hvað jólabörnin væru frek að vera með duddurnar hennar ALLAN DAGINN. Hún minntist ekkert á snuddurnar í leikskólanum en um leið og við komum heim þá opnaði hún snudduskúffuna bara til að athuga hvort jólabörnin hefðu ekki örugglega skilað þeim. Eftir að hafa rætt málin vel og lengi yfir eplasafa og kex með húmmusi var hún bara nokkuð sátt yfir þessu öllu saman og stolt yfir því að vera hætt.Nú minnir hún okkur stanslaust á það hvað hún sé ROSALEGA DUGLEG að gefa jólabörnunum duddurnar sínar. Þegar þetta er skrifað er hún sofnuð og það án þess að fara að gráta. Vonandi mun nóttin ganga vel fyrir sig.

sunnudagur, september 17, 2006

Snuddudagarnir búnir.

Þetta er dagur sem Rakel Kara gleymir seint. Í dag kom jólasveinn og fékk allar snuddurnar hennar lánaðar til að gefa litlu jólabörnunum. Þegar ég sagði henni fréttirnar þá lá við að heimurinn hrundi. Á milli ekkasoganna kom hún með allskonar hugmyndir um hvernig við gætum náð snuddunum aftur t.d að keyra upp í fjöllin og taka snuddurnar o.s.fr. Þetta er sem sagt hennar fyrsti snuddulausi dagur af mjög mörgum, vonandi. Svefntíminn var henni erfiður og þurfti ég að syngja stanslaust frumsamið lag um hvað hún væri dugleg, stór og sterk að gefa jólabörnunum snuddurnar sínar.

mánudagur, september 11, 2006

Video af Rakel Köru

Set nýtt video inn bráðlega :o)

Nokkrar myndir af okkur í DK


Halli og Rakel í bátsferð í tívolíi í Köben

Við bökum allavegana þrisvar í viku hér í DK.Þarna erum við að baka kryddbrauð.

Í tívolíi í Köben .

Rakel í fína stólnum sínum á hjólinu hans Halla. Hún verður alltaf svoldið svekkt þegar ég kem að sækja hana á bílnum í leikskólann en ekki pabbi hennar á hjólinu.

sunnudagur, september 10, 2006

Ekki mikið að frétta.

Hæ, hæ allir saman. Það er ekki mikið að gerast hjá okkur í DK annað en að lífið gengur sinn vanagang. Reyndar er ég í hrriiiiiiikalega miklu sjokki yfir brautinni sem ég valdi mér í Háskólanum og skal ég reyna að útskýra það fyrir ykkur.
Enski hlutinn er rosalega skemmtilegur en þar er ég ég að læra breska stjórnmála-og samtímasögu og enska málfræði. Þetta eru sjö tímar á viku og gengur bara rosalega vel. Þýski hlutinn (einnig sjö tímar á viku) er hinsvegar alveg að fara með mig. Ungt danskt fólk virðist tala reiprennandi þýsku enda eru þau búin að læra þýskuna í átta til níu ár. Fyrsti þýskutíminn minn var munnleg þýska í tvo tíma. Þar áttu allir að segja frá sjálfum sér á þýsku og afhverju þetta nám var fyrir valinu o.s.fr. Það sem kom mér svakalega á óvart var að þetta gátu allir í bekknum nema ég því að ég hef aðeins lært þýsku í tvö ár og það var fyrir níu árum síðan. Næsti tími var þýsk málfræði og þar var byrjað á því að leggja fyrir okkur próf. Prófið var heilt A4 blað með dönskum texta sem átti að þýða yfir á þýsku. Ég get sagt ykkur það að ég dúxaði ekki á þessu prófi :o( Daginn eftir fór ég í þýska nútíma-stjórnmálasögu þar sem að kennslan var auðvitað aðeins þýsku , kennslubókin er á þýsku og við eigum að taka þátt í umræðum um stjórnmál landsins á þýsku. Lokaprófið verður síðan ritgerðarpróf á þýsku. Eitt í viðbót…þann 21 nóvember á ég að halda 30-40 mínútna fyrirlestur á þýsku um eitthvað sem ég hef ekki hugmynd um hvað er vegna þess að ég skildi ekki kennarann :o). Ég er sem sagt í heilmiklu sjokki yfir þessu öllu saman og er mikið að hugsa um að geyma háskólanámið í eitt ár þar sem að ég hefði hvort sem ekki getað tekið lokaprófin í desember/janúar vegna barneigna. Ég hef hinsvegar fundið annað áhugavert nám þar ég er mikið að hugsa um að fara í. Það nám stendur mér til boða núna strax og er dönskunám þar sem að skólinn er þrisvar í viku frá 8-14:30. Þar er tekið stöðupróf og því lendir maður í bekk þar sem að allir eru jafnir. Hvert dönskustig tekur um tvo mánuði en getur tekið styttri tíma ef maður er ofsalega duglegur. Ég gæti þá tekið allavegana eitt dönskustig áður en litla barnið fæðist. Ég ætla nú samt sem áður aðeins að sjá til, og bíða með að taka ákvörðun í nokkra daga og athuga hvort að Háskólanámið lagist ekki.
Sem betur fer gengur Halla og Rakel vel í sínum skólum og eru ánægð. Rakel verður örugglega vel talandi á dönsku eftir nokkra mánuði þar sem að hún er alltaf að koma með fleiri og fleiri dönsk orð. Okkur finnst svo skrítið þegar hún segir ,, men jeg” í staðinn fyrir að segja ,, en ég” eða ,, vaske hænder” í staðinn fyrir að segja ,, þvo sér um hendur”. Svona koma dönsku orðin hjá henni fleiri og fleiri þó svo að það sé aðeins mánuður síðan hún byrjaði á leikskólanum. ,,Mamma ég þarf að tisse” sagði sú stutta í gær :o)
Jæja mamma og pabbi loksins fáið þið að sjá markísuna (marissa :O) ) okkar sem við fengum á brjáluðum afslætti (þökk sé pabba). Eins og þið sjáið þá kemur hún rosalega vel út. Garðurinn verður einhvernveginn hluti af húsinu þegar markísan er úti og þegar nær dregur að jólum ætlum við svo að setja þarna jólatré með fullt af jólaljósum.Það verður örugglega rosa kósý.
Í vikunni ákváðum við að það væri kominn tími á að þessi litla fjölskylda færi í klippingu. Í næstu götu er hárgreiðslustofa í heimahúsi sem við ákváðum að prufa þar sem að nágrannar okkar komu svona rosa fínir frá henni Klippingin hjá Halla og Rakel tókst svona svakalega vel en mitt hár varð allsvakalega hræðilegt. Segjum bara sem svo að Halli komst að þeirri niðurstöðu að það væri misskilningur að það væri mikið af múslimakonum í Danmörku. Þetta eru allt konur sem hafa farið í klippingu og litun hjá hárgreiðslukonunni okkar og þurfa að nota slæður fyrir vikið.

Jæja, jæja nú er nóg komið í bili :o)
Við söknum ykkar allra rosa mikið,knús og kossar

Markísan okkar