þriðjudagur, október 30, 2007

Bellan byrjuð að labba

Halló,
Af okkur er allt gott að frétta. Það helsta er að Ísabella Katrín er byrjuð að labba rúmlega 10 mánaða gömul. Hún er reyndar svoldið óstöðug en labbar hér út um allt og detturífjórða hverju skrefi, stendur svo bara upp aftur og heldur ótrauð áfram. Ég set inn myndband af dömunni bráðlega þar sem hún sýnir göngulistir sínar :O)
Heyri í ykkur seinna
Bæjó

mánudagur, október 22, 2007

Jólastuð og Jón Nikulás

Ákváðum í gærkvöldi að láta stelpurnar sofa í sama herbergi.Hugsuðum með okkur að það væri þess virði að prufa. Rakel var rosa spennt og fannst þetta ljómandi hugmynd, spurði mig svo hvort hún mætti ekki gefa Ísabellu pela ef hún myndi vakna í nótt :O) Hún vildi líka endilega strjúka henni um vangann og halda í hendina á henni í alla nótt. Ég horfði á hana dreymin á svip og í eitt andartak þá fannst mér eins og að nú væri svefnleysið okkar Halla búið :O) að við værum þarna komin með frábæran hjálparkokk sem gæti bara séð um Ísabellu á nóttunni. Andartakið leið og þá uppgötvaði ég að lífið væri ekki alveg svona einfalt hehe. Málið er að við Halli viljum endilega endurheimta svefnherbergið okkar. Á kvöldin þá læðumst við upp í rúm og vonum að það braki ekki í gólfinu eða að annaðhvort okkar þurfi að hósta, eða að sjúga upp í nefið:O) Ef þetta tekst þá get ég lesið uppi í rúmi eða horft á t.d eina dvd mynd :O) Þvílíkur lúxus.
Jólafílingurin er kominn í heimilismeðlimi og á eftir verður farið upp á loft til að sækja eina hvíta ljósaseríu eða svo. Síðan verður haldið út í búð til að kaupa danskt Malt, eplaskífur og fullt af súkkulaði til að hita okkur í kuldanum.
Við hittum um helgina lítinn nýfæddan prins ,Jón Nikulás. Til hamingju Sigga og Ívar :O)

laugardagur, október 20, 2007

Endurnærð

Nú er haustfríið okkar að klárast ;O( Það var alveg frábært í þessu litla fríi okkar. Við sjáum sko ekki eftir því að hafa farið í þennan frábæra bústað. Veðrið var æðislegt, sól og logn allan tímann og tilvalið útiveður. Bústaðurinn sjálfur stóð alveg undir væntingum og var í miðjum skógi. Haustlitirnir voru svo fallegir í trjánum og stjörnurnar á kvöldin líka. Það besta var að Ísabella svaf allar næturnar nema eina eins og steinn og því erum við Halli svo endurnærð. Baugarnir undir augunum farnir og brosið komið á sinn stað :O) Það er greinilegt að góður svefn gerir kraftaverk:O)
Ákváðum í haustfríinu okkar að taka dagmömmuplássinu sem Ísabellu var boðið. Mér var hugsað til hennar Halldóru á Íslandi sem ákvað að gerast dagmamma og betri dagmömmu er örugglega ekki hægt að fá. Það er ekki endalaust hægt að hugsa um sögusagnir og þessi dagmamma gæti alveg eins verið frábær. Allavegana þá ætlum við að prófa enda er ég farin að þrá að komast aðeins út úr húsi ,fara í leikfimi eða í dönskuskólann aftur. Reyndar er ég byrjuð í fjarnámi í dönsku og líkar bara vel. Komin á stig fjögur af sex. Get alveg viðurkennt það að ég hef ekki lært mikið í dönsku þann tíma sem ég hef verið heima í fæðingarorlofi :O) En nú tek ég dönskuna bara með stæl og verð orðin altalandi fyrir sumarið.
Nú styttist óðum í Kaupmannarhafnarferðina með mömmu, Helgu systur og Jóhönnu Maríu systur. Minna en mánuður í stóra daginn:O) Ég hlakka ekkert smá til enda verð ég í mjög svo skemmtilegum félagsskap :O)
Þar til seinna :O)
Knús og kossar til fjölskyldu okkar
Eins og við höfum sagt áður að þá fáum við ekki Íslandsþrá heldur það sem kallast fjölskylduþrá. Við hlökkum til að sjá ykkur öll, erum að huga að Íslandsför, annaðhvort um jólin eða í janúar. Það fer allt eftir próftöflunni hans Halla ;O)

Heyrumst
Svansa og co

fimmtudagur, október 11, 2007

Nýtt Video

Hæ hæ.
Ég er bara dugleg að setja inn á þessa fínu bloggsíðu þessa vikuna. Ástæðan er sú að Rakel Kara var rétt í þessu að syngja svo fallega söngva inn á myndband. Blogg dagsins er því tileinkað henni Rakel Köru Hallgrímsdóttur.
Hér syngur hún um daga vikunnar. Njótið vel:O)

Hér er Rakel að syngja um Kalla litla könguló á dönsku.

Hún söng reyndar miklu meira fyrir okkur á video en ég birti það kanski seinna. Hér í lokin er svo ein mynd af Ísabellu Katrínu.

miðvikudagur, október 10, 2007

Haustfrí og dagmömmur

Þá er haustfríið komið á hreint :O) Við pöntuðum okkur lúxus sumarbústað á Norður Jótlandi í fríinu. Bærinn sem bústaðurinn er við heitir Hals og er 35 km fyrir utan Álaborg. Hals er lítill og sætur strandbær, en við verðum í sumarbústaðarbyggð rétt fyrir utan. Í bústaðnum, sem er 95 fm, er sauna og hornbaðkar, uppþvottavél, þvottavél,róla og sandkassi, allt það sem við þurfum. Hann er líka mjög fallegur fyrir augað. Álaborg á að vera mjög falleg og þar er m.a dýragarður og tívolí. Í keyrslufjarlægð er svo regnskógur undir þaki með tilheyrandi dýralífi þannig að okkur á ekki eftir að leiðast.
Við fórum í dag í heimsókn til dagmömmunnar sem Ísabellu hefur verið boðin. Hún fær ekki inni á vöggustofu í Tornbjerg (leikskólinn hennar Rakelar) fyrr en í byrjun febrúar. Dagmamman á heima bak við raðhúsalengjuna okkar þannig að það er ekki langt að fara ,hún hefur mjög góð meðmæli og hefur unnið á leikskóla í mörg ár. Nú hefur hún ákveðið að gerast dagmamma og ef við tökum plássið þá verður Ísabella fyrsta barnið sem hún fær. Þetta virtist vera gott fólk, hittum manninn hennar og börnin. Þau koma frá Sírlandi og hann er þrælmenntaður og þau búa í roooosalega flottu einbýlishúsi. Þau hafa búið hér í Danmörku í 12 ár og tala góða dönsku. Halla leist mjög vel á þau öll en ég er eitthvað efins. Hef alltaf verið á móti dagmömmuvist enda greiddi ég rúmlega 50.000 kr á mánuði fyrir Rakel Köru á einkareknum leikskóla þegar hún var lítil. Reyndar ef ég myndi þekkja dagmömmuna persónulega væri þetta í fínu lagi. Okkur var sagt á kommúnunni að Ísabella gæti byrjað hjá dagmömmunni og fært sig yfir á vöggustofuna í febrúar.Ég hugsa að ég hafi hana bara heima hjá mér þar til vöggustofu plássið losnar. Ég verð bara í fjarnámi í dönskunni þangað til.

Rakel Kara kom skælbrosandi inn í dag og sagðist hafa séð ömmu Rannveigu hjólandi á götunni. Hún var alveg handviss um að amman væri komin til Danmerkur :O)
Svo fór hún að gráta því hún var alveg viss um að amma Elsa og afi Einar kæmu með okkur í sumarbústaðinn (eins og þau gerðu alltaf á Íslandi). Það er greinilegt að hún saknar þeirra allra mikið og mun ekki gleyma þeim þó svo að stundum sé langt á milli heimsókna. Við eigum samt von á að sjá þau flest öll fyrir jól og svo komum við í langa heimsókn til Íslands í janúar :O)
Ísabella var mjög óvær og lítil í sér í dag. Hún vildi lítið sem ekkert borða og svaf illa í vagninum sínum. Það eru allavegana fjórar tennur á leiðinni og aðrar tvær nýkomnar. Það er mikið lagt á þessi litlu grey.
Verið góð við hvert annað og ykkur sjálf.
Við biðjum að heilsa ykkur öllum.
Verið nú dugleg að kvitta fyrir komuna :O)
Kveðja Svansa og CO

fimmtudagur, október 04, 2007

Haustfrí í vændum :O)

Hæ hæ, góða fólkið mitt.
Hér í Danmörku er haustið að ganga í garð eftir regnmikið sumar. Laufblöðin eru byrjuð að skipta um lit og detta af trjánum en samt sem áður en grasið ennþá grænt (rosa skáldleg). Síðustu dagar hafa verið alveg frábærir, bjart, logn og hlýtt en það allra besta og skemmtilegasta er haustfríið sem byrjar eftir aðeins tvær vikur :O) Stóra spurningin er: Hvað á þessi litla fjölskylda að gera af sér í viku fríi? MMMMMMMMM.
Leigja sumarbústað í Danmörku, Þýskalandi eða Svíþjóð?
Fara til Íslands?
Vera heima og mygla?
Já þegar stórt er spurt er lítið um svör....erum að kanna alla möguleika nema einn :O) Að vera heima og mygla :O)

Kveðja Svansa CO