sunnudagur, nóvember 19, 2006

Litlu jólin

Hæ, hæ

Vorum svo heppin að vera boðin í Hangikjöt og uppstúf í gærkveldi til vinahjóna okkar. Þetta var æðislega góður matur og smakkaðist jafnvel betur hér í Danmörku en á Íslandi. Í dag var svo allt húsið tekið í gegn og síðustu jólaskreytingarnar settar upp. Nú á aðeins eftir að setja upp jólatréð en það verður ekki gert fyrr en á Þorláksmessu samkvæmt hefðinni.

föstudagur, nóvember 17, 2006

jóla hvaö

Ég fór í fínan jólaleiðangur í gær sem endaði á kaffihúsi með iceblend með súkkulað namm namm. Keypti reyndar ekki eins mikið af jólaskrauti og ég ætlaði en það kemur dagur eftir þennan dag. Ég er mjög upptekin af jólunum þessa dagana og er búin að skreyta alveg helling niðri en á alveg eftir að skreyta uppi.
Í gærkveldi buðu Elín og Aggi okkur í hvítöl. Við erum sem sagt að reyna að finna út hvaða hvítöl líkist mest íslenska maltinu og hvaða danska appelsín líkist mest því íslenska. Síðan þarf að athuga hvort hægt sé að blanda þessu saman svo að við fáum nú malt og appelsín með jólamatnum okkar :o) Ég heyrði reyndar að það væri hægt að kaupa þetta í Jónsbúð í Köben og í íslendingasjoppunni í Horsens en þetta er bara miklu skemmtilegra.
Ég get svo svarið fyrir það að hún Rakel verður altalandi dönsku eftir nokkra mánuði. Hún lærir greinilega mikla dönsku á leikskólanum sínum því að við erum í mörgum tilvikum hætt að skilja hana :o) Grínumst með það að við þurfum að fá túlk á heimilið :o) Við erum að reyna að fá hana til að tala íslensku heima en dönsku á leikskólanum. Þegar ég bað hana í gær vinsamlegast um að tala við mig íslensku sagði hún bara,, mor kannt þú kanski ekki að snakke dansk? Svona blandar hún báðum tungumálunum saman og með þvílíkum dönskum hreim hvort sem orðin eru íslensk eða dönsk. Ég held að það sé kominn tími til að taka í taumana og biðja hana um að tala eingöngu íslensku heima hjá sér annars getur hún ekki aðgreint hvort tungumálið hún er að tala. Okkur finnst stundum reyndar svoldið fyndið að heyra í henni, sérstaklega hreimurinn hennar.

Bless í bili
Skrifiði nú í gestabókina mína

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Það er að koma desember


Nú er ég sko orðin ólétt. Mér hefur aldrei fundist ég eins þung á ævinni og ákkurat núna í dag. Ég labba eins og mörgæs og er komin með stórar silikúnvarir og bólgið andlit :o) Ég er s.s komin með þetta týbíska óléttuútlit. Sem betur fer þá styttist í áætlaðan fæðingardag sem verður ekki degi seinna en 5.des. Allt er að verða tilbúið fyrir fæðinguna, og síðustu daga hefur Halli greyið verið settur í óteljandi verkefni sem tengist barninu og jólunum. Mér finnst ég svo ósjálfbjarga að geta ekki farið sjálf upp á háaloft til að bera niður jólakassana og allt barnadótið en sem betur fer þá stend ég ekki ein í öllu þessu stússi.
Ég er í hálfgerðu menningarsjokki þessa dagana þar sem að öll mæðravernd er í algjöru lágmarki hér í DK. Ég fór í skoðun í byrjun nóv og á ekki að fara aftur fyrr en 30 nóv þ.e.a.s nokkrum dögum fyrir áætlaðan fæðingardag. Á Íslandi þá fór ég vikulega mæðraskoðun síðasta mánuðinn. Á spýtalanum þarf ég síðan að koma með allt sjálf þ.a.m bleyjur á barnið og svo þarf ég að kaupa sérstakar bleyjur á sjálfa mig TAKK FYRIR. Eins gott að maður muni eftir öllu, mér sýnist þetta ætla að verða stór ferðataska :o(
Það er s.s allt að smella saman hér hjá okkur og allt að verða tilbúið fyrir jólin og barnið. Við erum búin að kaupa flestar jólagjafir og við skreyttum húsið okkar síðustu helgi. Á morgun ætla ég reyndar í pínu jólaleiðangur með bestu nágrannakonu heimsins henni Elínu :o) og kaupa fullt af jólaskrauti og kertum og kanski síðustu jólagjafirnar.
Það fer að styttast í að mamma og pabbi og Jóhanna María litla systir komi í heimsókn til okkar. Við söknum þeirra auðvitað rosalega mikið og okkur hlakkar ótrúlega mikið til að sjá þau. Helga og Daði drífið ykkur bara í að kaupa farmiða til okkar og höldum almennilega upp á áramótin öll saman :o)
Ég bið ofsalega vel að heilsa ykkur öllum.
Knús og kossar :o)
Ég vil minna ykkur á gestabókina mína. Kvittið nú fyrir ykkur

föstudagur, nóvember 10, 2006

Það styttist óðum.


Rakel ólétta.

OOO við erum svo hræðilega sæt :o)

Rakel klifurköttur

Ég trúi ekki hvað það er langt síðan ég skrifaði inn á þessa heimasíðu. Ég hef nokkrum sinnum byrjað að skrifa en ekki birt það sökum ritstíflu. Svona er þetta bara stundum. Síðan ég skrifaði síðast hefur samt sem áður margt gerst hjá okkur hér í Óðinsvéum. Við fengum t.d mjög skemmtilega heimsókn frá mömmu hans Halla og Helga og Steinunni. Rannveig var hjá okkur í heila viku en Helgi og Steinunn voru hjá okkur eina helgi. Það var notalegt og gaman að hafa allt þetta fólk hjá okkur í heimsókn. Rannveig kom með mikið af skemmtilegum gjöfum frá Íslandi t.d Ávaxtakörfuna á DVD, íslenskt nammi, flatkökur og hangikjöt mmmmmm :o) og ekta íslenskt lambalæri namminamminamm.Það er alltaf gaman að fá fólk í heimsókn frá Íslandi og ég mæli með því að sem flestir kíki á okkur og sem oftast :o)
Nú er allt að verða tilbúið fyrir litla krílið að koma í heiminn. Ég fór í tvær skoðanir fyrir stuttu, eina hjá ljósmóður og eina hjá lækni og allt lítur svona ljómandi vel út hjá okkur. Barnið er búið að skorða sig og nú bíð ég bara og bíð eftir því að það vilji koma í heiminn.

Fyrir stuttu tókum við þátt í svokölluðu lanternfest í leikskólanum hennar Rakel. Krakkarnir föndruðu allir lugtir úr mjólkurfernum og máluðu í fallegum litum.Því næst festu þau kerti inn í og æfðu sérstaka söngva. Þegar dimmt var orðið var kveikt á lugtunum og farið í göngu og sungið, mjög notalegt. Svo var endað á því að drekkað heitt súkkulaði og borða bollur. Mjög skemmtilegt kvöld.