sunnudagur, febrúar 24, 2008

Smá sýnishorn af sætum stelpum.

Sælt veri fólkið,
Hér kemur smá pistill fyrir ömmur og afa því ég veit að þau bíða yfirleitt spennt eftir myndum og fréttum af barnadætrum sínum :O)
Rakel fékk að taka myndir á myndavélina okkar fyrir stuttu. Þegar ég spurði hana af hverju hún ætlaði að taka myndir svaraði sú stutta ,, ég tek aðeins myndir af þeim sem ég elska'' Hér eru s.s þær myndir :O)


Afhverju myndumst við ekki jafn vel og börnin okkar? Jú
þær eru sætari en við :O)

Ísabella er grallari af lífi og sál og er alltaf að gera eitthvað af sér. Halli sagði fyrir stuttu að hann hefði ekki lengur þörf fyrir að horfa á spennumyndir því það væri nóg að horfa á Ísabellu í nokkrar mínútur og þá fengi hann nokkur hjartastopp:O) Jámms, myndin hér fyrir neðan lýsir Ísabellu í hnotskurn. Ég var ekki að fylgjast með í nokkrar sek, leit svo við og þá var hafði hún einhvernveginn náð sér í jógúrtdós og skeið og var byrjuð að borða með tilheyrandi sullugangi



Þær eru yfirleitt alltaf mjög sætar hvor við aðra.
Þegar við erum í bíltúr haldast þær t.d oftast í hendur í bílnum og hér kom ég að þeim horfadi á sjónvarpið haldandi utan um hvor aðra. Mjög sætt :O)

Hér er ein af Ísabellu rétt fyrir Festilavn hér í Danmörku.
Heyri í ykkur seinna. Bless og góða nótt.
Verið endilega dugleg að kommenta og skrifa í gestabókina
Kveðja Svansa og CO

laugardagur, febrúar 09, 2008

loksins blogg

Vorum að renna í hlað eftir frábæran útivistadag. Veðrið er búið að vera svo frábært, bjart og lygnt og við nutum þess í botn að eyða deginum í dýragarðinum hér í Odense. Við tókum með okkur nesti á danska vísu, kaffi, safi, brauð og kökur. Uppáhaldið okkar allra er að hitta ljónaungana okkar sem við höfum fylgst með frá fæðingu og auðvitað að sitja og borða gott nesti á meðan stelpurnar leika sér á leiksvæðinu.
Hér er allt að komast í fastar skorður. Halli byrjaði á fjórðu önn í tæknifræði í byrjun febrúar og Ísabella og Rakel eru alltaf jafn ánægðar á leikskólanum. Frúin á heimilinu skellti sér í fjarnám í eðlisfræði til að komast inn í tæknifræðina í haust. Allt í glymrandi gleði og hamingju :O)

Jæja, best að fara að leggja á borðið fyrir kvöldmatinn og ná í Rakel, því hún er að leika hjá vinkonu sinni. Halli er að töfra fram einhverjar kræsingar í eldhúsinu. Best að lækka ljósin, kveikja á kertum og fá mér eitt hvítvínsglas :O)
Þar til seinna gott fólk :O)

Svansa og sæta liðið.