miðvikudagur, apríl 01, 2009

Jæja

Nú er kominn tími á ponsu blogg eins og ég lofaði. Af okkur er allt ljómandi að frétta. Það er brjálað að gera hjá mér í skólanum, ég hef verið að læra 10 til 12 tíma á dag allllt of lengi. Ég hef nú passað mig að læra ekki milli fjögur og sjö þegar stelpurnar eru heima og bara á kvöldin um helgar. Samt sem áður kemst ég ekki yfir helminginn af námsefninu sem okkur er sett fyrir. Ég vona bara að prófin fari vel, ef ekki þá veit ég að ég gerði mitt allra besta :O)En vitið þið hvað....mér finnst alltaf gaman að mæta í skólann og á kvöldin þá sest ég glöð fyrir framan tölvuna og byrja að læra. Þannig að ég hlýt að vera á réttri braut :O)

Halli er ánægður í vinnunni sinni og fær allskonar alvöru byggingatæknifræði verkefni. Hann situr frá 8 til 4 og reiknar burðarþolsreikninga og það er það sem hann hefur áhuga á. Hann fær nudd einu sinni í viku í vinnunni sinni og svo talar hann mikið um allan matinn sem hann fær. Svo á föstudögum er gengið á milli borða með bjórkörfu og ef einhver á afmæli þá fá allir brennivínsskot :O)


Rakel Köru er farið að leiðast á leikskólanum enda er hún meira en tilbúin að byrja í skóla. Hún stækkar og stækkar og enn og aftur eru allar buxur orðnar of litlar :O) Á morgun fer hún með skólahópnum í H.C Andersen hus að horfa á leikritið Ljóta andarungann. Hún gat varla sofnað í kvöld af spenningi. Henni finnst svo gaman að fara i leikhús og hún talaði lengi um Skilboðaskjóðuna sem hún fór á með Rannveigu ömmu sinni.


Ísabella er alltaf að læra að tala meira og meira. Það er svo gaman að spjalla við hana :O) Í dag þá spurði ég hana hvort hún vildi ekki ganga frá bókinni sem hún var að lesa en sú stutta svaraði bara " ég svo illt í fótunum, ég getur ekki". Sú stutta er sem sagt farin að svara fyrir sig.


Ég hef ekki verið dugleg að taka myndir en hér eru nokkrar frá Festelavn eða Öskudegi eins og dagurinn kallast á íslandi. Rakel var öskubuska og Ísabella var ballett dansmær :O)Í horninu er lítill djöfsi....besti vinur Rakelar Köru, hann heitir Rúnar Ingi.




Kötturinn var sleginn úr tunninni í götunni okkar....það var svoldið kalt eins og sést á þessari mynd.




Þarna sést í hópinn og líka í Rakel og Ísabellu