föstudagur, janúar 16, 2009

Prófin búin og nú byrjar næsta önn :O)

Hæ hæ fólkið mitt, langt síðan síðast:O)



Mikið er gaman að skrifa hér og láta alla vita að ég hef formlega lokið fyrstu önninni í Global Management and Manufacturing. Þetta var löng og ströng próftörn og eins og vanalega, þá gekk allt á afturfótunum hjá okkur þegar við mátttum ekki við því. Ég og Halli vorum bæði að lesa eins og brjálæðingar þegar bíllinn okkar hrundi bókstaflega niður, rafmagnið í hálfu húsinu datt algjörlega út, Ísabella lasin og ég lasin. Ég veit ekki hvernig við hefðum farið að ef góðir vinir hefðu ekki komið okkur til hjálpar :O)Takk fyrir okkur Íris og Björn.



Anyways, ég kláraði formlega í gær og í tilefni dagsins ákváðum við Halli að skála í kampavíni til að fagna þessum merka áfanga og líka því að Halli gekk út úr sínu prófi , sama dag, með 10 í einkunn. Við vorum nú ekki falleg að sjá, ég með 38 stiga hita og flensan að skella á Halla greyinu líka, húsið á hvolfi, bækur út um allt :O) En það skipti engu máli, við vorum svo stollt af okkur fyrir að halda þetta út og ná prófunum með svona frábærum einkunnum.



Nóttina fyrir síðasta og stærsta prófið mitt vaknaði ég með 38 stiga hita og ég hélt hreinlega að ég kæmist ekki í prófið. Ég fór nú samt og mitt markmið var bara að standast prófið og ekkert annað. Ég hafði ekki getað lært mikið sökum þess að ég og Ísabella vorum báðar lasnar. Ég gekk út úr prófinu með 12 í einkunn sem er hæsta einkuninn í danska skalanum eða eins og 10 í þeim íslenska. Kennarinn minn og sensorinn sögðu að frammistaða mín hefði skarað frammúr öllum hinum og að þau væru ekki ekki í neinum vandræðum með að gefa mér 12 í einkunn :O)Já þetta get ég :O) Ég enda s.s fyrstu önnina mína með 10 í meðaleinkunn á danska skalanum eða 9 á þeim íslenska.



Í kvöld lagðist svo síðasti fjölskyldumeðlimurinn í bólið með flensuna s.s Rakel. Svoldið fyndið að segja frá því að hún vissi ekki einu sinni af því að hún væri veik. Hún var bara að leika sér, þegar mér fannst hún eitthvað glaseygð og ég ákvað að eyrnamæla hana. Þá var greyið komin með 38,7 stiga hita og hún sagði bara HAAAAAAAA, er ég orðin veik,má ég þá ekki fara út að hjóla á morgun? :O)


Við biðjum að heilsa öllum á Íslandi.
Mamma, pabbi, Rannveig og Hallgrímur þúsund þakkir fyrir okkur þessar tvær vikur sem við vorum á Íslandi. Nú er það ekki bara ein stelpa, heldur tvær sem tala um ykkur daglega :O)
Þar til næst
Svansa og familía

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

aaaww, en krútt. Þið eruð bara heppin að vera búin með flensuna, við erum enn að bíða eftir henni. Hjartanlega til hamingju með prófin, þið að standa ykkur svona glimrandi vel! Og með hita í ofanálag! Vissi sko að þið mynduð pluma ykkur ;)
Kærar kveðjur frá Helgu og Daða

10:37 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Til haaaaamingju:D Ég hugsaði vel til ykkar beggja í prófunum:D
Kv. Jóhanna

7:28 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Þakka ykkur fyrir, litlu systur mínar :O)
Knús Svansa

7:18 e.h.

 
Blogger Solla said...

æ það er svo gaman að lesa frá þér, þið eruð alltaf svo jákvæð og bjartsýn.
Takk fyrir gærkvöldið við skemmtum okkur rosa vel :)

12:25 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Jamm, flensan kom loksins, og svona líka svæsin. Gott ráð hjá þér að sofa bara með sængurverin, miklu þægilegra þegar maður er með hita. Nú er húsið allt í drasli og konan frá leigumiðluninni var að hringa og vill koma á næstu dögum til að líta yfir íbúðina. Oj, þarf ég að taka til!!

Veikindakveðjur, Helga

10:07 f.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home