fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Hæ hæ
Litla snúllan, Ísabella er búin að vera með yfir 40 stiga hita núna í 3 sólarhringa. Við höfum bara haldið hitanum niðri með stílum á fjögurra tíma fresti. Vonandi verður hún betri á morgun. Burtséð frá þessu þá er allt fínt að frétta. Það fæddust tvö íslensk Fraugdebörn á síðustu dögum, strákur og stelpa :O) Eitt þeirra býr við hliðina á okkur. Skólinn hjá mér gengur stórvel, er búin að taka tvö próf og hef verið með þeim hæstu í bekknum í bæði skiptin. Projectið gengur líka rosa vel, erum á síðustu metrunum og verðum búin með það langt fyrir skil. Síðustu vikur hafa verið þvílíkt annasamar og ég og Halli erum orðin svoldið þreytt á þessu annríki okkar. Þrátt fyrir það hefur þetta allt saman verið mjög skemmtileg :O) Okkur vantar bara að komast í ponsu frí til að safna kröftum. Halli er í eldhúsinu að baka bollur fyrir leikskólann. Eftir að leikskólinn brann þurfa foreldrar að baka bollur fyrir börnin. Við áttum að baka í síðustu viku fyrir Rakel og gleymdum því auðvitað. Uppgötvuðum það kl 6 á föstudagsmorgni og byrjuðum í flýti að baka :O) Þetta tókst nú allt saman fyrir kl 8 og leikskólinn var hæstánægður með nýbökuðu og heitu bollurnar okkar :O) og nú er víst aftur komið að okkur að baka, fyrir Ísabellu :O) Rakel Kara er búin að missa tvær tennur og sú þriðja er orðin laus :O) Þvílíkt krútt hefur aldrei sést :O)
Ísabellu byrjaði að telja upp á 10 á íslensku í byrjun sumars og nú kann hún líka að telja upp á 10 á dönsku. Hún kann reyndar líka á alla litina og svo kann hún líka 100,200 og alveg upp í 100. Æ, hún er algjör páfagaukur og apar upp allt sem maður segir. Við Halli erum oft mjög undrandi yfir orðaforðanum sem barnið hefur :O) Í dag sá hún að systir sín var sokkalaus og ætlaði að bjarga málunum. Fór í skápinn sinn og náði í sokka og hljóp á eftir systur sinni og æpti Lakel Kaða í sokkana (Rakel Kara í sokkana)......æ greyið er ekki orðin tveggja ára og er strax farin að segja stóru systur sinni fyrir verkum :O)Sokkarnir voru náttúrulega allt of litlir og Rakel tók ekki í mál að fara í allt of litla sokka. En sú litla, tók ekki annað í mál og elti hana út um allt :O) Ísabella var líka fyrir stuttu að lesa bók sem amma Rannveig gaf henni þegar hún kom til okkar síðast. Allt í einu, upp úr þurru, kallar hún, amma, hvar ertu amma mín , hvar ertu amma:O) Svo fór hún inn í gestaherbergi að leita að ömmu sinni :O) Hún mundi greinilega hver gaf henni bókina :O) Sumir foreldrar skrifa allt í bók um börnin sín en ég hef ákveðið að skrifa þetta allt hér. Svo prenta ég þetta út og sýni þeim þegar þær verða eldri.
Anyways......mikið að gera á næstu dögum og vikum. Ég fer í tvö ekta dönsk jólahlaðborð, eitt með bekknum mínum og eitt með nágrönnunum. Ég hlakka þvílíkt til, enda er það loks núna sem við Halli erum að komast inn í danska samfélagið. Það nennir nebblilega enginn að tala við ótalandi manneskju :O) og svo er bara að jólast og skólast og hafa gaman af :O)
Þar til síðar gott fólk.
Knús á múttu og pápa og systkyni mín, hlakka til að sjá ykkur um jólin.
Verið svo dugleg að kommenta,,,,,,,,,,ég blogga ekki aftur fyrr en fjórir eru búnir að kommenta :O) og hana nú :O)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Íhíhíhí;D Þær eru svo sætar. Hlakka óstjórnlega mikið til að sjá ykkur.
Kv. Jóhanna

9:57 e.h.

 
Blogger Solla said...

æ krúttin,
ég hlakka ekkert smá til að fara á jólahlaðborðið, þú mátt samt ekki gleyma því að það eru greinilega 2 dönsk pör sem tala við ótalandi íslendinga :)

3:33 e.h.

 
Anonymous Nafnlaus said...

Hæhæ! Hér er comment númer 3! Til hamingju með árangurinn í skólanum, ég vissi alltaf að þú værir engin ljóska. Stelpurnar eru svo mikil krútt, ég hlakka ekkert smá til að sjá þær ;) Hvað þurfa þær annars í jólagjöf? (og hún ísabella í afmælisgjöf nottlega). Ég skal reyna að setja bráðlega inn myndir af heimsókninni síðustu helgi. Hlakka til að sjá ykkur um jólin! Kv Helga kr

3:07 e.h.

 

Skrifa ummæli

<< Home