sunnudagur, maí 24, 2009

Sól og sæla í Danaveldi






































.


Hejsa,
Það er allt gott að frétta af okkur. Við erum búin að vera í fjögurra daga fríi, algjör lúxus. Við erum búin að vera svo heppin með veður að við höfum varla farið inn fyrir hússins dyr. Fríið fór í allskonar stúss fyrir heimilið, reyta arfa, slá, þvo glugga, kaupa og setja upp þvottasnúrur, bera á gras og tré og hér fyrir ofan má sjá afraksturinn. Flottur og fínn garður. Reyndar skemmtum við okkur líka í fríinu og fórum m.a í dýragarðinn með nesti og eyddum hálfum degi þar. Fórum í göngutúr í skóginum í Fraugde, elduðum góðan mat og spiluðum með Írisi og Bjössa Partý og co og drukkum ponsu rautt með.


Á mánudag byrjar alvara lífsins aftur, próflestur og verkefnavinna. Aðeins ein og hálf vika í fyrsta prófið mitt, ó mæ god :O) Alltaf svo stressandi þessi munnlegu próf. Ég klára 11 júní og er þá komin í langt og gott sumarfrí :O)


Ég reyndi að setja inn myndbönd af stelpunum en það gekk ekki þannig að ég setti inn nokkrar myndir í staðinn
Þar til síðar
Svansa pansa