föstudagur, maí 26, 2006

Videokvöld og nammiát

Ofsalega var gott að eiga frí í vinnunni í gær. Við fórum upp í sveit í grill til pabba og mömmu upp í Laugarás. Pabbi átti afmæli og bauð okkur systrum í grill í tilefni dagsins. Í sveitinni fórum við síðan í Slakka sem er lítill sætur dýragarður með öllum helstu húsdýrum Íslands. Það var ofsa gott veður og gaman að vera upp í sveit. Síðan keyrði ég aftur heim um kvöldið með allavegana einn rosalega ánægðan farþega, hana dóttur mína sem fílaði sig í tætlur upp í sveit. Þetta varð sem sagt ofsalega notalegur frídagur.
Þar sem það er föstudagur og maðurinn minn er í óvissuferð með fyrirtækinu sínu ákváðum við mæðgurnar að eiga kósí kvöld. Við vorum að koma heim af American Stile og nú tekur við Video kvöld og nammiát.

miðvikudagur, maí 24, 2006

Frídagur á morgun

Alltaf er það jafn yndislegt þegar maður á frí í vinnunni. Ég á nú bara aðeins 15 vinnudaga eftir og þá er ég hætt og komin í frí til 1 sept. Þessi tími er eitthvað rosalega lengi að líða.
Það er helst að frétta að við erum búin að fá tilboð í flutninginn til Odense. Atlantsskip gaf okkur langlægsta tilboðið og við tókum því auðvitað. Við erum einnig búin að kaupa okkur far með Norrænu þann 29. júní. Við pöntuðum okkur lúxusklefa því við erum svo hræðilega fín með okkur hehe. Þetta er sem sagt allt að gerast. Það er rúmlega mánuður í flutninginn stóra...vonandi gengur þetta allt saman vel. Vinafólk okkar er búið að skoða hverfið og húsin sem eru í boði og líst svona ljómandi vel á herlegheitin. Parket á gólfum og ljós viður í eldhúsinu. Ekki slæmt og þrjú heil svefnherbergi.....Þar til seinna ---bæ bæ--farvel

laugardagur, maí 13, 2006

Til hamingju með afmælið kallinn minn

Þann 11 maí 1975 fæddist lítill rauðhærður drengur. Hann stækkaði nú fljótt og varð að manni. Þegar hann varð fullvaxta hitti hann unga fallega snót. Drengnum þótti snót þessi mjög aðlaðandi og bað hana um að byrja með sér fyrsta miðvikudag í febrúar 1996. Snótin sagði já og hafa þau verið óaðskiljanleg síðan. Árið 2003 eignuðust þau svo litla rauðhærða telpu. Telpa þessi þótti við fæðingu óeðlilega lík afa sínum en með tímanum breyttist hún og líkist nú helst föður sínum, bæði í útliti og fasi. Rauðhærði drengurinn á afmæli í dag og óska ég honum til hamingju með það, þó svo að ég verði ekki heima í dag eða kveld til að fagna með honum þessum stóra áfanga mun ég bjóða honum í flottheit um helgina. Bíddu bara og sjáðu til hehe.

miðvikudagur, maí 03, 2006

Margt búið að gerast á stuttum tíma.

Það er margt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Við erum til dæmis komin með húsnæði í Odense. Fengum í gegnum húsaleigufélag glænýtt raðhús á tveim hæðum og garði. Þetta er bara fínasta hús og okkur á örugglega eftir að líða vel þar. Fyrir herlegheitin munum við greiða um 26 kr íslenskar í leigu á mánuði þ.e.a.s með húsaleigubótum. Hverfið heitir Hojby og er fyrir neðan hraðbrautina og um 10 km frá miðbænum. Þetta er lítið og sætt úthverfi.
Annað í fréttum er að Halli gerðist svo frægur að hann horfði með móður sinni og konu á Opruh. Þáttur vikunnar fjallaði um samkynhneigða karlmenn og þótti Halla þessi þáttur alveg hreint rosalega spennandi og fræðandi. Grét hann síðustu senuna eins og vant er þegar hann horfir á Opruh. Á meðan sötraði hann Baylise með klökum og komst í snertingu við kvenlegu hliðina í sjálfum sér.
Ástæðan fyrir litlum sem engum afköstum í blogginu síðustu vikur er sú að ég er alltaf sofandi. Ég hef aldrei í lífinu sofið eins mikið og ég hef gert undanfarnar vikur. Það er ástæða fyrir öllum þessum svefn því það er lítið kríli að vaxa inn í maganum á mér. Þetta litla fóstur hefur tekið alla 0rku frá mér og ég er flökurt allan liðlangan daginn. Þetta ástand er hreint hræðilegt og ég hlakka mikið til að komast yfir þessa þrjá mánuði. Ég er samt aðeins á 10 viku og á því eftir nokkrar leiðinlegar,orkulausar og flökurt vikur eftir. Bööööö. En maður lætur þetta ekki buga sig því að þetta er bara eitt af þvi sem maður þarf að ganga í gegnum ef fjölga á mannkyninu. Bless í bili :o)