mánudagur, janúar 29, 2007

Myndir


Rakel jólastelpa

Aðfangadagur. Rakel Kara og Ísabella Katrín

Rétt fyrir jól

Ísabella Katrín nokkra daga gömul

Myndir af okkur


Halli og Ísabella Katrín

Rakel að fara í afmæli

Eitt af fyrstu böðum Ísabellu

Rakel Kara stóra systir og Ísabella Katrín litla systir

Ísabella Katrín

Hér eru nokkrar myndir af okkur




Ísabella boxari

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Það er búið að nefna dömuna

Ó já, það er búið að nefna dömuna en hún á að heita Ísabella Katrín :o)

Ísabella þýðir ,,fögur" og Katrín þýðir ,,hin hreina".

Við tókum þetta nafn framyfir Ísabella Jólasveinn en það nafn hafði hún Rakel Kara valið á systur sína. Nafnið Ísabella virkar bæði á Íslandi og Danmörku annað en nafnið Rakel sem missir allann sinn sjarma þegar það er borið fram á dönsku , gagöl. Eins og flestir vita geta Danir ekki borið fram R á íslenskan máta og þar með breytist þetta fallega nafn í GAGÖL.

Síðustu vikur hafa verið annasamar hjá okkur. Prinsessan fæddist 19 des, svo komu jólin og mamma og pabbi og Jóhanna komu í heimsókn og voru hjá okkur um áramótin. Halli var í prófum í byrjun janúar og notaði allan þann tíma sem hann átti lausann milli jóla og nýárs í próflestur. Þann 11 janúar kláraði hann prófin með glæsibrag og 18 jan komu Hallgrímur og Rannveig til okkar í nokkra daga til að sjá nýjasta afa og ömmubarnið.

Um miðjan febrúar ætlum við til Íslands í frí og til að skíra dömuna.

Endilega skrifið nú í gestabókina okkar..það er alltaf svo gaman að fá kveðjur :o)

Ástarkveðja frá Svönsu, Halla, Rakel Köru og Ísabellu Katrínu.