miðvikudagur, apríl 19, 2006

Lýsum hér með eftir húsnæði í Odense.

Við höfum ekki enn fengið húsnæði í Odense og það styttist óðum í áætlaðan flutningsdag. Um mánaðarmótin júní júlí höfum við ákveðið að flytja af landi brott svo að vonandi verðum við komin með húsnæði fyrir þann tíma. Það eru nokkrir mánuðir síðan við skráðum okkur á húsaleigumiðlanir í Odense en það virðist sem að það séu áralangar biðraðir í bestu húsin. Við höfum verið með íslenskan danmerkurbúa okkur til aðstoðar og hún hefur hringt nokkrum sinnum til að ýta á eftir húsnæði en við virðumst vera í biðröð þar sem engum er hleypt framfyrir.

mánudagur, apríl 17, 2006

Páskafríð er á enda

Nú eru herlegheitin búin og liðu allt of fljótt að mínu mati. Við lágum í leti alla páskana upp í sumarbústað og hreyfðum okkur ekki nema þegar okkur fannst vera komið of mikið af drasli í kringum okkur. Við átum og átum kræsingar, lásum blöð og bækur, horfðum á DVD og VIDEO sem sagt sannkölluð afslöppun. Það eina sem skyggði á ferðina var að litla krútt var með hita og fékk svo í eyrun eina nóttina þannig að við vildum ekki að hún væri mikið úti að leika sem er algjör synd því að það var fyrirtaks leikvöllur beint fyrir utan sumarbústaðinn okkar. Hann var það nálægt að það var nóg að fylgjast með henni út um gluggann. Í þessí fáu skipti sem að hún fékk að fara út að leika sér dundaði hún sér heillengi sem er ekki dæmigerð hegðun hennar.
Vinnudagur á morgun...böööööö. ÞAð er sem sagt vinna á þriðjudag og miðvikudag og frí á fimmtudag og vinna á föstudag og loksins komin helgi.

miðvikudagur, apríl 12, 2006

flensupestir

Ég er komin í páskafrí ligga ligga lái :o) og leiðin liggur upp í sumarbústað. Ég þurfti að fara úr vinnu kl 11 því að litla daman er lasin og gat ekki farið á leikskólann. Hún er reyndar orðin hitalaus þannig að við getum því öll notið frísins. Reyndar er maðurinn minn kominn með einhverja kvefpest en vonandi nær hann henni úr sér bráðlega.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Til hamingju með afmælið mútta mín

Litla krúttið, hún dóttir okkar liggur heima með flensu. Hún á svo bágt og lætur okkur reglulega vita af því. Hún var fljót að átta sig á því að þegar maður er veikur má maður borða ofsa mikið kókópöffs og kókómjólk og maður má horfa á fullt fullt fullt af teiknimyndum :o) Ef maður reynir að mótmæla þá er bent á hálsinn með hundaaugum og sagt ..mér er svo illt".
Ég er byrjuð að telja niður dagana þangað til síðasti vinnudagurinn minn gengur í garð. Níu vinnudagar í apríl, allur maí og 10 vinnudagar í júní....þetta er nú ekkert svo hræðilega langt. Það er svo skrítið að þegar maður hefur ákveðið að hætta einhverju þá er enginn metnaður til staðar lengur. Ég bara nenni þessu ekki lengur og ég vil fara að gera annað. Einfalt mál.
Á morgun ætlum við að fara upp í sumarbústað og tjilla (á íslensku)....og það mun verða svo þægilegt. Við ætlum að glápa á sjónvarp, borða góðan mat og fullt af súkkulaði, fara í göngutúra, sund og gufu og leika okkur úti með litlu dömunni. Það mikilvægasta er að slaka á og hlaða batteríin.
PS:Mamma til hamingju með 25 ára afmælið :o) hmmmmm hún er 52 ára.

þriðjudagur, apríl 04, 2006

Fínn dagur

Þetta var svo fínn dagur.....vann vel í vinnunni....kom heim og steikti fisk í fyrsta skipti og hann tókst alveg ágætlega ef ég á að segja eins og er.......slappaði síðan af með góða bók og fór svo í tölvuna. Þetta er fyrsta kvöldið í langan tíma þar sem að vð erum ekkert þreytt og getum þess vegna vakað frameftir. Það er samt gott að vita af páskafríinu framundan. Við vinnum út vikuna og hálfa næstu viku, á miðvikudag skellum við okkur svo upp í sumarbústað í langþráð frí....ekki slæmt.

mánudagur, apríl 03, 2006

Leti og aftur leti

Ég er löt og nenni ekki neinu. Æji hvað það er þægilegt að vera letiblóð og gera ekki neitt. Eftir annasamar vikur er gott að slappa af. mmmmmmmmmmmmmmmm. Heyrumst seinna.

sunnudagur, apríl 02, 2006

Gott að búa hjá tengdó

Mikið er gott að búa hjá tengdó. Alltaf heitur matur á borðum og þegar við vöknuðum í morgun var morgunverðarhlaðborð, ostur, nýbökuð rúnstykki, soðin egg, appelsínusafi, vínarbrauð og ég veit ekki hvað. Það var svo þægilegt að vakna við kaffiylminn...mmmmmmm. Við ákváðum svo að elda kvöldmatinn og gerðum hreyndýakjötspinna og með ölllu tilheyrandi gúmmelaði og svo skellti fólkið sér í heita pottinn. Manni líður svolítið eins og maður sé í sumarfríi. Öll heimilisstörfin deilast á fjóra og þar að leiðandi hefur maður meiri frítíma. Í augnablikinu er þetta fyrirkomulag mjög þægilegt og gott og vonandi helst það áfram. Þegar við vorum að borða hreyndýragúmmulaðið hringdi reyndar nýji íbúðareigandinn til að kvarta. Þetta verður síðasta símtalið þar sem við tökum þeim vel og reynum að hjálpa til...þetta er að verða of mörg símtöl frá þeim. Næstu munun við benda þeim á fasteignasalann ef þau kvarta meir. Litla systir ég sé að msn-ið hjá þér er skráð busy þar sem að þú ert að læra. Krúttið mitt :o) gangi þér vel með lærdóminn.

laugardagur, apríl 01, 2006

Búin að skila af okkur íbúðinni...Húrra.

Jæja það kom loksins að því. Við erum búin að skila af okkur íbúðinni. Við vorum í marga klukkutíma að þrífa og gera fínt og fengum sérlegan aðstoðarmann til að hjálpa okkur. Aðstoðarmaðurinn sem er sérfræðingur á þrifnaðarsviðinu er móðir mín. Hún stóð sig eins og hetja og skrúbbaði allt m.a allt eldhúsið, hreinsaði ofninn og eldhúsinnréttinguna. Það var mjög góð tilfinning að vera loksins búin að þessu en sælan entist ekki lengi. Nýju eigendurnir hringdu í manninn minn og kvörtuðu yfir þrifunum hjá okkur.Bla bla ba hvað í andskotanum eru þau að pæla. Að kvarta yfir þrifum þar sem að móðir mín þreif akkúrat þennan hluta sem þau kvörtuðu yfir. Allir sem að þekkja móður mína vita að hún er sérfræðingur á þessu sviði og að hún er svo nákvæm í þrifum að ég held nú bara að þetta fólk sé eitthvað bilað og ég er ekki að grínast. Ef að þau kvarta yfir þessu þá eigum við von á miklu fleiri símtölum frá þessu fólki út af einhverju öðru. Jæja bless í bili