mánudagur, ágúst 27, 2007

Tíminn líður hratt

Ég fékk pínu sjokk í dag, aðeins þrír mánuðir í að Ísabella fari á vöggustofu. Tíminn er svo fljótur að líða, skottan verður þá tæplega ársgömul :O) Ég settist því niður í dag, fyrir framan tölvuna, ákveðin í að finna voðalega hagsýnt Háskólanám. Syddansk Universitet er mjög stór Háskóli og með margar sniðugar námsbrautir og margt sem ég get hugsað mér að læra. Ég er búin að finna fjórar áhugaverðar námsbrautir en allar byrja þær aðeins einu sinni á ári þ.e.a.s í september, týbískt :O( Hvað á ég þá að gera? Ekki nenni ég að bíða í heilt ár.

Annars er bara allt gott að frétta af okkur. Ákváðum í síðustu viku að taka á svefnleysi Ísabellu því hún er loks orðin fullfrísk 7-9-13. Fórum í bæinn í bókarleiðangur, ákveðin að finna bækur um svefnleysi barna. Þetta varð hinn skemmtilegasti dagur, enda er miðbær Odense svo sætur og kósý. Veðrið var svo fallegt og Ísabella róleg og glöð svo við settumst úti og fengum okkur hádegisverð og lölluðum um bæinn í rólegheitunum. Bókin sem við keyptum var full af sniðugum hugmyndum sem við höfum nýtt okkur síðustu daga og það hefur gengið vel.

Erum komin með samkomulag við íslensku nágranna okkar um næturpössun. Þau passa s.s fyrir okkur einu sinni í mánuði og við fyrir þau. Á föstudaginn fóru Rakel og Ísabella í fyrstu næturpössunina og það gekk rosalega vel. Ég og Halli nýttum tækifærið ogfórum út á borða og á pínu skrall með Siggu og Ívari. Rosalega var gott að geta farið út og sofið út daginn eftir VÁÁ. Ég bíð bara spennt eftir næsta skipti :O)

Halli byrjar síðan í skólanum í næstu viku á þá er langa fríið okkar búið. Daglegt amstur tekur við með öllum sínum kostum og göllum. Við höfum haft það náðugt í sumar þ.e.a.s fyrir utan svefnlausar nætur. Sem betur fer höfum við verið tvö þessar nætur sem Ísabella hefur verið vakandi. Við Halli virðumst nú vera að vinna þessa baráttu, allavegana hefur hún sofið vel í þrjár nætur í röð :O) Svo er saumaklúbbur á föstudaginn og afmæli og Fraugdekvöld á laugardaginn.
Ég ætla að setja inn myndir og video af stelpunum næstu daga. Ótrúlegt hvað þær stækka og þroskast fljótt. Ísabella stendur upp og gengur með, segir mamma, datt og smellir í góm þegar hún er svöng. Í dag lærði hún að vinka bless og ef systir hennar er að stríða henni öskrar hún og lemur frá sér :O) Rakel fékk sitt fyrsta úr fyrir stuttu og er í óða önn að læra á gripinn.
Heyri í ykkur seinna
Ég vil minna á gestabókina og kommentlinkinn..
Svansa og CO

laugardagur, ágúst 11, 2007

Stór dagur.

Í dag stóð Ísabella upp við skógrindina, þetta er í fyrsta skipti sem hún stendur ein upprétt :O) Hún hefur verið að æfa sig í allan dag....ekki langt í að stubban fari að labba.
Góða helgi fólk
Svansa og co

föstudagur, ágúst 10, 2007

Framkvæmdargleði hér í litla kotinu okkar.

Það er búið að vera þvílík framkvæmdargleði hér á bæ...í dag er skýjað og tilvalið veður til að gera það sem hefur setið á hakanum síðustu daga.Þetta fína sólarveður hefur verið okkur dýrkeypt, já þegar það er heitt úti og flestar verslanir hafa loftkælingu, þá slysast maður oft inn í þessar búðir til að kæla sig aðeins. Auðvitað freistuðumst við til að kaupa einn eða tvo hluti. Keyptum m.a efni í framlengingu á skjólveggnum okkar, rosastóran spegil og tvö málverk. Nú er þetta allt komið á sinn stað og litla kotið okkar hefur bara skánað um helming eða svo :O)
Það er annars bara allt fínt að frétta af okkur. Vaknaði reyndar við skrítin hávaða í gær, hljómaði eins og slagsmál niðri í stofu hjá mér. Ég heyrði húsgögn færast til og í spörkum. Þegar ég hljóp niður til að kíkja hvað var í gangi var Halli í slagsmálum við þá stærstu könguló sem ég hef séð. Hún var eins og höndin á Rakel Köru. Hetjan náði nú samt að drepa hana og svo fór hann í hernaðarleiðangur um allt hús til að drepa allar þær köngulær sem hann sá. Þegar ég vaknaði í morgun voru skóför og brúnbleikar klessur um alla veggi :O) Það hefur verið algjör köngulóafaraldur hér í hverfinu síðustu daga, þær eru allsstaðar. Þær eru þó skárri en geitungar en á þessum tíma í fyrra drápum við 15-20 daglega inni hjá okkur. Nú hef ég valrla séð geitung þannig að ég er glöð og ánægð með köngulærnar.

Bið að heilsa ykkur og verið dugleg að kommenta eða skrifa í gestabókina mína.
Knús og kossar
Svansa og co

miðvikudagur, ágúst 08, 2007

Stjörnubjart úti og 20 stiga hiti

Við erum búin að hafa það rosalega notalegt síðustu daga. Hitinn hefur verið upp í 30 gráður og þá á maður að hreyfa sig sem minnst. Ótrúlegt hvað maður svitnar við minnstu verk eins og að búa um rúmið eða setja í þvottavél. Hér á bæ þurfa húsverkin bara að bíða betri tíma enda ekki annað hægt en að sitja úti og njóta góða veðursins :O) Í þessum töluðu orðum er Halli að kveikja upp í kamínunni úti og á friðarkertum, við ætlum að sitja úti og horfa á stjörnurnar og hafa það kósí. Ekkert sjónvarp í kvöld kæra fólk, bara rómantík og kertaljós :O)
Njótið nú lífsins gott fólk....
Svansa og co

fimmtudagur, ágúst 02, 2007

Bara að tjekka inn


Haglél í júlí í 20 stiga hita :O) Stóð sem betur fer aðeins ´
í nokkrar mínútur.

Rakel og Ísabella daginn sem sú síðarnefnda byrjaði að sitja

Systurnar þrjár, mamma og Rakel Kara

Captain Jack Sparrows

Rakel og Ísabella að horfa á ferða DVD

Á leiðinni í hjólatúr

Daginn sem Ísabella byrjaði að sitja stöðug.

Byrjuð aftur að blogga eftir margra vikna hlé. Ætlaði satt að segja að hætta þessu litla bulli en eftir langa íhugun hef ég ákveðið að halda áfram :O)
Höfum verið í löngu og góðu sumarfríi sem hefur staðið nú í einn og hálfan mánuð og eigum heilan mánuð eftir. Lúxuslíf hjá þessari litlu fjölskyldu hahah :O) Höfum tekið á móti fullt af gestum og það eru fleiri á leiðinni. Það finnst okkur bara rosalega gaman. Ákváðum í skyndi í byrjun júlí að skella okkur til Íslands sökum hundleiðinlegs veðurs hér í Danmörku. Hittum þar okkar skemmtilegu fjölskyldu og vini og nutum góða veðursins á Íslandi. Nú er bara ágústmánuður eftir í letilífi og við ætlum sko að njóta þess að vera í fríi og sleikja sólina. Loksins er góða veðrið að koma til okkar, spáin segir 30 gráður og heiðskír himinn :O)
PS: Ísabella Katrín er komin með tvær tennur, byrjuð að sitja og skríða.

Bið að heilsa ykkur öllum
Rembingsknús
Svansa og Co