mánudagur, maí 28, 2007

Hvítasunnan

Hæ, hæ
Ég ætla að skrifa stutt núna þar sem að klukkan er orðin svo margt.
Vil byrja á því að óska honum pabba mínum til hamingju með afmælið þann 25. maí. Svo á hún litla systir mín stóran dag þann 1. júní þar sem hún verður 20 ára gömul og útskrifast úr MR sama dag.
Hér hjá okkur er allt rólegt og gott. Törnin er byrjuð hjá honum Halla þar sem hann á að skila verkefninu sínu á föstudag. Svo byrjar próftörnin hjá honum strax í kjölfarið. Næstu vikur verða því annasamar hjá okkur öllum, því þá vantar mig meðhjálparann minn :O)
Okkur er farið að hlakka mjög mikið til að fá mömmu, pabba, Jóhönnu og Danna í heimsókn. Langt síðan við höfum séð þau öll og þá sérstaklega Danna. Ég er búin að vera að sigta út alla stráka í hverfinu á hans aldri sem hann gæti kanski leikið við þann tíma sem hann verður í heimsókn hjá okkur. Annars er ég alveg viss um að honum á ekki eftir að leiðast þar sem að við eigum örugglega eftir að fara með hann í Legoland, dýragarð og sundlaugagarða.
Erum búin að hafa það rosa gott um Hvítasunnuhelgina. Á sunnudaginn fengum við okkur gott að borða með uppdúkað borð og alles.Í dag hittum við svo Jögga, Jónu og co í litlum dýragarði hér rétt hjá. Alltaf gaman að hitta þau:O)
Nágrannarnir okkar íslensku fengu sér risa trampolín og föstudagskvöldið sátum við úti í garði, drukkum rauðvín og hoppuðum á trampólíni.Þetta var rosa skemmtilegt kvöld og við gjörsamlega grenjuðum úr hlátri á tímabili yfir tilþrifum okkar. Held að við höfum skemmt nágrönnum okkar jafn mikið. Verðum endilega að endurtaka þetta :O)
Jæja,svefninn kallar
Knús og kossar frá Svönsu, Halla, Ísabellu Katrínu og Rakel Köru sem segist sjá ömmur sínar og afa á hverju götuhorni:O)

mánudagur, maí 21, 2007

Huggulegheit

Hej Hej, alle sammen :O)
Allt í einu finnst mér eins og ég hafi allan heimsins tíma. Nú loksins finnst mér eftir að Ísabella fæddist allt komið í fastar skorður. Fannst fyrst til að byrja með alveg rosaleg vinna að eiga tvö börn og skildi ekki hvernig foreldrar með tvö börn gátu fundið tíma fyrir sjálfan sig. Nú er þetta bara allt í einu orðið lítið mál og við Halli höfum alltaf tíma fyrir okkur frá kl 8 á kvöldin því þá eru báðar dömurnar sofnaðar. Rakel er reyndar í leikskóla á daginn þannig að þetta er ekkert mál lengur.
Það er nú ekki mikið að frétta af okkur enda er ég búin að vera dugleg að skrifa. Erum reyndar búin að taka garðinn okkar í gegn. Gróðursetja blóm og tré og byggja grindverk í kringum allan garðinn báðum megin við húsið. Þetta lítur bara mjög huggulega út hjá okkur. Ég er að vona að ég hafi rosalega ,,græna fingur'' er reyndar búin að drepa nokkur sumarblóm. Tek það skýrt fram að það var ekki mér að kenna því að það komu rosalegir skúrir sem drekktu blómunum mínum. Ég var á tímabili mjög hrædd um að Ísabella sem var úti í vagni væri í stórhættu því að svo mikil var rigningin. Ég
fór út á nokkurra mínútna fresti til að athuga hvort hún væri nokkuð drukknuð. Auðvitað svaf hún eins og steinn og lengri dúr hefur barnið ekki tekið. Mamman rennandi blaut og áhyggjufull en hún í fastasvefni :O)
Rakel fór í skógarferð í gær með vinum sínum, ekki langt að fara enda skógurinn hinum megin við litlu sætu götuna okkar. Þar lenti Rakel í pínu hrakningum þar sem að hún brenndi sig á brenninetlum, vinkona hennar var fljót að bjarga henni frá brenninetluófétinu en brenndi sig líka í leiðinni. Það er gott að vita til þess hve Rakel á góða vini :O)
Próftörnin fer að byrja hjá Halla en fyrsta prófið hans er í byrjun júni en það síðasta 19 júní. Eftir prófin ætlum við að hafa það gott hér í Danmörku en komum kanski til Íslands í ágúst. Ætlum sem sagt að taka langt og gott frí og njóta þess að vera til og taka á móti gestum. Vonum bara að sem flestir komi að heimsækja okkur því okkur finnst alltaf gaman að fá gesti :O)
Endilega verið dugleg að skrifa í gestabókina okkar.
Kveðja
Svansa og Halli og co.

sunnudagur, maí 20, 2007

Video og annað skemmtilegt

Síðustu dagar hafa verið alveg frábærir. Við áttum saman fjóra heila frídaga þar sem við gerðum í rauninni ekki neitt nema að borða góðan mat, fara í gönguferðir og bíltúra um sveitir Danmerkur. Við Halli ákváðum að ná upp svefni og lögðum okkur á daginn og það var alveg frábært enda erum við endurnærð :O) Í dag hefur verið alveg frábært veður og spáin framundan er góð. Hitastigið á að fara upp í 27 gráður og það á að vera sól og létt gola. Ekki amalegt :O). Í dag tókum við upp lítið video af Ísabellu Katrínu þar sem að ömmur og afar hafa ekki séð hana í svo langan tíma. Endilega látið fram hjá ykkur fara asnalegheit foreldranna en svona tölum við víst við börnin okkar :O)


Biðjum að heilsa ykkur öllum
Kveðja Svansa og co

mánudagur, maí 14, 2007

Engar fréttir eru góðar fréttir

Hér frá Danaveldi er allt gott að frétta. Allt gengur sinn vanagang og okkur er farið að hlakka til að komast í frí saman. Það er reyndar frídagur á fimmtudaginn og Danir nota þessa frábæru samlokureglu og taka sér líka frí á föstudaginn. Því er fjögurra daga helgi framundan :O). Spurningin mikla er hvað á maður að gera af sér í fjóra heila frídaga. Kanski skreppum við yfir til Þýskalands og gistum í eina til tvær nætur eða kanski förum við bara í Lególand, það er alltaf gaman. Reyndar er spáð rigningu alla næstu viku þannig að það verður ekki skemmtilegt útiveður.

Halli átti 32 ára afmæli þann 11 maí og í tilefni dagsins var bökuð súkkulaðiterta og Rakel föndraði flotta kórónu fyrir pabba sinn.


Að lokum langar mig að sýna ykkur hvað litla daman okkar hún Ísabella er orðin dugleg, ekki orðin 5 mánaða. Sjáið bara :O)


Bið að heilsa ykkur í bili kæra fólk.
Knús og kossar frá okkur öllum :O)
Litla fjölskyldan í Odense

föstudagur, maí 04, 2007

Sældarlíf

Hér er gersamlega búið að vera sólstrandarveður, algjört æði :O) Þegar maður er heimavinnandi er hægt að njóta veðurblíðunnar. Í dag fórum við t.d í langan göngutúr út í skóg á uppáhalds leikvöllinn hennar Rakelar Köru og svo var haldið heim á leið og ekki farið inn í hús fyrr en á háttatíma. Hér í hverfinu er allt iðandi af lífi og krakkar í tonnatali úti að leika sér. Mesta sportið er að leika sér í moldinni, sem er nóg af þessa dagana. Rakel þurfti að skipta um alklæðnað þrisvar sinnum í dag, hún var gjörsamlega drullug upp fyrir haus þegar ég var að hátta hana áðan. Tásluþvottur, handþvottur, hálsþvottur, allt heila klabbið :O) En mikið lifandi ósköp var þetta skemmtilegur dagur að hennar sögn. Á kvöldin byrjar svo skóleikurinn skemmtilegi, þar sem foreldrar í hverfinu uppgötva skó í garðinum hjá sér og reyna síðan að finna út hver á hvaða skó. Ætli krökkunum finnist ekki vera of heitt til að vera í skóm og skilja þá eftir hér og þar :O)

Í kvöld var í fyrsta skipti í langan tíma þar sem við grilluðum ekki, því aðalkokkur heimilissins skellti sér í Köben reisu í einn sólarhring. Því er Svansa greyið ein heima með börnin í kvöld hahah :O) Þar ætlar hann að hafa það náðugt með Jögga, Helga Mar, Steinunni og Ágústi Bjarka. og sletta aðeins úr klaufunum.
jæja nú jæja
bið að heilsa ykkur öllum rosalega vel
Kveðja Svansa, Halli og co