Hvítasunnan
Hæ, hæ
Ég ætla að skrifa stutt núna þar sem að klukkan er orðin svo margt.
Vil byrja á því að óska honum pabba mínum til hamingju með afmælið þann 25. maí. Svo á hún litla systir mín stóran dag þann 1. júní þar sem hún verður 20 ára gömul og útskrifast úr MR sama dag.
Hér hjá okkur er allt rólegt og gott. Törnin er byrjuð hjá honum Halla þar sem hann á að skila verkefninu sínu á föstudag. Svo byrjar próftörnin hjá honum strax í kjölfarið. Næstu vikur verða því annasamar hjá okkur öllum, því þá vantar mig meðhjálparann minn :O)
Okkur er farið að hlakka mjög mikið til að fá mömmu, pabba, Jóhönnu og Danna í heimsókn. Langt síðan við höfum séð þau öll og þá sérstaklega Danna. Ég er búin að vera að sigta út alla stráka í hverfinu á hans aldri sem hann gæti kanski leikið við þann tíma sem hann verður í heimsókn hjá okkur. Annars er ég alveg viss um að honum á ekki eftir að leiðast þar sem að við eigum örugglega eftir að fara með hann í Legoland, dýragarð og sundlaugagarða.
Erum búin að hafa það rosa gott um Hvítasunnuhelgina. Á sunnudaginn fengum við okkur gott að borða með uppdúkað borð og alles.Í dag hittum við svo Jögga, Jónu og co í litlum dýragarði hér rétt hjá. Alltaf gaman að hitta þau:O)
Nágrannarnir okkar íslensku fengu sér risa trampolín og föstudagskvöldið sátum við úti í garði, drukkum rauðvín og hoppuðum á trampólíni.Þetta var rosa skemmtilegt kvöld og við gjörsamlega grenjuðum úr hlátri á tímabili yfir tilþrifum okkar. Held að við höfum skemmt nágrönnum okkar jafn mikið. Verðum endilega að endurtaka þetta :O)
Jæja,svefninn kallar
Knús og kossar frá Svönsu, Halla, Ísabellu Katrínu og Rakel Köru sem segist sjá ömmur sínar og afa á hverju götuhorni:O)