Það er margt búið að gerast síðan ég bloggaði síðast. Við erum til dæmis komin með húsnæði í Odense. Fengum í gegnum húsaleigufélag glænýtt raðhús á tveim hæðum og garði. Þetta er bara fínasta hús og okkur á örugglega eftir að líða vel þar. Fyrir herlegheitin munum við greiða um 26 kr íslenskar í leigu á mánuði þ.e.a.s með húsaleigubótum. Hverfið heitir Hojby og er fyrir neðan hraðbrautina og um 10 km frá miðbænum. Þetta er lítið og sætt úthverfi.
Annað í fréttum er að Halli gerðist svo frægur að hann horfði með móður sinni og konu á Opruh. Þáttur vikunnar fjallaði um samkynhneigða karlmenn og þótti Halla þessi þáttur alveg hreint rosalega spennandi og fræðandi. Grét hann síðustu senuna eins og vant er þegar hann horfir á Opruh. Á meðan sötraði hann Baylise með klökum og komst í snertingu við kvenlegu hliðina í sjálfum sér.
Ástæðan fyrir litlum sem engum afköstum í blogginu síðustu vikur er sú að ég er alltaf sofandi. Ég hef aldrei í lífinu sofið eins mikið og ég hef gert undanfarnar vikur. Það er ástæða fyrir öllum þessum svefn því það er lítið kríli að vaxa inn í maganum á mér. Þetta litla fóstur hefur tekið alla 0rku frá mér og ég er flökurt allan liðlangan daginn. Þetta ástand er hreint hræðilegt og ég hlakka mikið til að komast yfir þessa þrjá mánuði. Ég er samt aðeins á 10 viku og á því eftir nokkrar leiðinlegar,orkulausar og flökurt vikur eftir. Bööööö. En maður lætur þetta ekki buga sig því að þetta er bara eitt af þvi sem maður þarf að ganga í gegnum ef fjölga á mannkyninu. Bless í bili :o)