Lýsum hér með eftir húsnæði í Odense.
Við höfum ekki enn fengið húsnæði í Odense og það styttist óðum í áætlaðan flutningsdag. Um mánaðarmótin júní júlí höfum við ákveðið að flytja af landi brott svo að vonandi verðum við komin með húsnæði fyrir þann tíma. Það eru nokkrir mánuðir síðan við skráðum okkur á húsaleigumiðlanir í Odense en það virðist sem að það séu áralangar biðraðir í bestu húsin. Við höfum verið með íslenskan danmerkurbúa okkur til aðstoðar og hún hefur hringt nokkrum sinnum til að ýta á eftir húsnæði en við virðumst vera í biðröð þar sem engum er hleypt framfyrir.