miðvikudagur, júlí 23, 2008

Þvílíkt veður

Hér sit ég úti í alveg frábæru veðri :O) Klukkan er 21:00 og ég sit úti á hlýrabolnum með hvítvínsglas í hendi og hygger mig. Svona kvöld eru alltaf svo notaleg, börnin komin í rúmið eftir að hafa verið úti allan daginn og við hjónaleysin bara að dúlla okkur. Veðurspáin næstu vikuna er geggjuð, sól og blíða og 27 gráður.
Rakel er búin að vera að leika sér við danska vinkonu sína í allan dag. Þær byrjuðu heima hjá okkur og léku sér úti í ALLAN dag. Dunduðu sér við að veiða fiðrildi, settu þau svo í box og gáfu þeim að éta. Seinnipartinn fóru þær síðan heim til Silju (danska vinkonan) og voru þar til klukkan átta, takk fyrir. Foreldrar Silju eru svo hrifin af Rakel ( hmmm enda vel upp alin stúlka) að þau áttu ekki til orð. Svona kurteisa stúlku höfðu þau aldrei séð. Hún var eina barnið ( fullt af börnum á staðnum )sem sat við matarborðið og borðaði allan matinn, stóð svo upp og sagði pent ,,takk fyrir matinn, hann var rosalega góður".
Næstu dagar fara bara í notarlegheit, ætlum ekki inn fyrir hússins dyr nema nauðsyn sé:O) Á mánudaginn byrja stelpurnar aftur í leikskólanum og þá er ég komin í frí. Halli ætlar að vera svo duglegur að hjóla í vinnuna í heila viku. Við erum að tala um heila 20 km aðra leið. Hann hjólar því 40 km á dag í heila viku. Eftir rúmlega viku þá klárar hann vinnuna sína og er þá líka kominn í frí :O) Já þá taka lúxusheitin við hjá okkur, stelpurnar á leikskólanum og við verðum tvö ein heima á meðan :O) Ætlum að taka húsið í gegn, enda ekki mikið búið að gerast síðustu vikurnar en á góðviðrisdögum ætlum við bara að tjilla í sólinni. Kanski förum við niðrí bæ, röltum um og fáum okkur hádegisverð í kósí göngugötunum hér í Odense eða förum á herragarðinn í Egeskov og eigum dag þar. Já svo eru líka svo skemmtilegar strendur hér í nágrenninu , já og gönguleiðir og líka skemmtilegt fólk til að heimsækja.
Við biðjum að heilsa og hvetjum ykkur að hafa það kósí og notalegt.
PS ég er enn að bíða eftir smartbúnaðnum fræga, ekki enn kominn í hús :O(
Rembingsknús til ykkar,
Kveðja Svansa

miðvikudagur, júlí 16, 2008

Sumarfrí og vinna


stelpurnar á trampólíni hjá nágrönnum okkar.

Á leiðinni í hjólatúr.

Þessi mynd var tekin einhverntímann í vor.

Sælt veri fólkið.


Allt gott að frétta af okkur eins og vanalega. Halli var að fá vinnuna sem hann var búinn að sækja um. Hann ætlar að vinna í skipasmíðastöð næstu 2 1/2 vikunar og fær vel borgað fyrir það. Við stelpurnar verðum því einar í sumarfríi í tæplega tvær vikur en í staðinn verðum við Halli saman í fríi í ágúst.
Okkur líður rosa vel í nýja húsinu okkar og erum að klára að koma okkur fyrir. Það eru komnar gardínur í alla glugga og búið að taka upp úr flest öllum kössunum. Erum reyndar ekkert að stressa okkur á þessu, klárum bara að taka upp úr kössunum þegar stelpurnar byrja aftur á leikskólanum. Ætlum bara að njóta þess að vera í fríi saman :O)
Stelpurnar eru alltaf sætar og góðar. Ísabella telur upp á tíu og syngur hástöfum mörg lög og Rakel er að læra á hjólaskauta.
Váá greinilega ekki mikið að frétta hjá okkur híhí :O)
Verið nú dugleg að kvitta og góða nótt
Kveðja Svansa

mánudagur, júlí 14, 2008

Ég er svo smart :O)

Jæja gott fólk ég var að panta mér SMARTBÚNAÐINN fræga þannig að í enda vikunnar verðum við komin með íslenskt símanúmer. Allir vinir okkar og vandamenn geta því náð í okkur í íslensku símanúmeri og losna við himinnháan símareikning. Ég held að ég hafi glatt marga í dag og þá sérstaklega hana múttu mína með þessu framtaki mínu.
Annars bara allt gott að frétta, erum bara í fríi að dúlla okkur.
Kveðja, Svansa

miðvikudagur, júlí 09, 2008

Tómlegt í kotinu

Það er mjög tómlegt í kotinu í dag, mamma, pabbi og Jóhanna María litla systir flugu til Íslands seint í gærkveldi. Það var gaman að hafa þau og við söknum þeirra strax. Rakel tók sér langan tíma í grátur í gærkveldi og sagðist örugglega aldrei geta hætt að gráta því hún saknaði þeirra svo mikið og hún myndi gráta þangað til hún væri orðin gömul og dæi. Þvílíkt drama :O) Hún vaknaði svo í morgun hress og kát og er búin að vera úti að leika í allan dag, hefur reyndar minnst nokkrum sinnum á ömmu, afa og Jóhönnu en hún er búin að jafna sig að mestu :O)
Næstu dagar hjá okkur Halla fara í að gera húsið fínt og flott og reyndar þarf líka að gera helling í garðinum. Þurfum að kaupa og setja upp gardínur og skjólveggi, sortera og henda úr skúrnum og fullt fleira. Ætlum bara að dunda okkur við þetta í rólegheitunum þar sem að stelpurnar eru í fríi í leikskólanum næstu vikurnar. Ég er orðin svoldið spennt að vita hvort ég kemst inn í skólann en það kemur allt í ljós 28 júlí, verð væntanlega boðuð í viðtal á næstunni :O)
Jæja ekkert fleira að frétta í bili.
Knús og kossar til ykkar sem lesa þetta
Svansa