fimmtudagur, mars 15, 2007

Nýjustu fréttir af Baunabúum

Vorið er komið hér í Baunalandi og hitinn hefur farið upp í 15 gráður. Sólin hefur skinið síðustu daga og fólk er óða önnum að setja upp garðhúsgögnin sín og gera vorverkin. Allt í einu eru allir úti að njóta veðurblíðunnar.
Afmælisveislan hennar Rakelar Köru tókst bara vel hjá okkur. Allir vinir okkar hér í DK mættu á svæðið og heiðruðu afmælisbarnið með nærveru sinni :O) Rakel vaknaði eldsnemma um morguninn og skreið upp í rúm til okkar. Þar opnaði hún fyrsta pakka dagsins en hann var frá ömmu hennar Elsu, afa Einari og Jóhönnu Maríu. Í pakkanum leyndist m.a Sollu stirðu galli og ég hélt að daman myndi springa af ánægju. Niðri í stofu beið hennar svo splunkunýtt 16 tommu hjól sem þurfti nú að prófa strax. Klukkan sjö um morguninn var daman komin í Sollu stirðu gallann og farin út að hjóla. Afmælisveislan byrjaði svo klukkan tvö og við vorum um 18 talsins þegar mest var. Ég held að allir hafi bara skemmt sér vel, allavegana gerði ég það.

Daginn eftir var afmælisveisla haldin á leikskólanum hennar Rakelar Köru. Halli hafði bakað danskar bollur í tilefni dagsins og þær tók Rakel með sér. Þegar við mættum í leikskólann var danska fánanum flaggað henni til heiðurs og allir krakkarnir óskuðu henni til hamingju með afmælið og sungu. Þetta þótti minni nú ekki slæmt og brosti út að eyrum og lét alla vita að hún væri sko orðin fjögurra ára.

Af okkur fullorðna fólkinu er allt gott að frétta. Lífið gengur sinn vanagang. Halli er byrjaður að hjóla aftur í skólann og er reyndar líka byrjaður að lyfta. Ég byrja bráðlega aftur skólanum en ætla að vera í fjarnámi til að byrja með.

fimmtudagur, mars 08, 2007

Íslandsför

Hæ hæ
Ég hef heyrt undanfarið að ég sé ekki nógu dugleg að skrifa fréttir af okkur hér í Dk. Nú ætla ég bara að taka þetta með stæl og bæta upp glötuð blogg hahaha.
Nú styttist óðum í Íslandsför okkar jeeeeeha. Okkur hlakkar svoooo mikið til að hitta ykkur öll og sjá fallega landið okkar. Í huganum er ég búin að borða steiktan íslenskan fisk og lambalæri með öllu tilheyrandi tuttugu og fimmsinnum eða svo :O) og ég tala nú ekki um íslenska súkkulaðið mmmmmmm.Sem betur fer verðum við nú á Íslandi á súkkulaðihátíðinni einu sönnu. Verst þykir okkur þó að hitta ekki Rannveigu og Hallgrím því þau verða í Kína en vonandi koma þau bara bráðlega í heimsókn til okkar. Þeir sem ekki vita það þá munum við búa heima hjá tengdarforeldrum mínum meðan við verðum á Íslandi. Það fer nú vel um okkur þar :O)
Fyrst að ég er ekki lengur ófrísk þá munu heimsóknir okkar til Íslandsins góða verða fleiri og með styttra millibili.
Bless bless góða fólk
Bið að heilsa ykkur öllum
Svansa og co

þriðjudagur, mars 06, 2007

mánudagur, mars 05, 2007

4 ára afmæli

Ég var alveg viss um að vorið væri komið því að síðustu dagar hafa verið svo bjartir og vorlegir. Í gær vaknaði ég til að mynda við fuglasöng og glampandi sólskin. En nei, dagurinn í dag er ískaldur og grár :O)

Af okkur er allt hið besta að frétta. Rakel er glöð og kát og finnst fátt skemmtilegra en að vera á leikskólanum. Ég reyni alltaf að sækja dömuna frekar snemma því mér finnst fáránlegt að hafa hana allan daginn á leikskólanum þar sem að ég er heimavinnandi þessa dagana. Þegar ég mæti á svæðið spyr hún oft ,,má ég vera pínu lengur, gerðu það ", eða sendir mér þvílíkan svip sem merkir,,oh ertu strax komin"
Stóra stelpan hún Rakel Kara verður 4 ára 12 mars og er á döfinni að halda heljarinnar afmælisveislu. Þetta verður skrítin afmælisveisla því alla ættingja vantar en í staðinn mætir fólk sem við höfum þekkt í hálft ár. Samband milli fólks er allt öðruvísi og nánara hér í útlöndunum þegar alla ættingja vantar, fólk kynnist miklu betur og verður partur af fjölskyldu manns.
Ætlunin er að gefa prinsessunni hjól í afmælisgjöf því allir fjögurra ára krakkar í Danmörku eiga hjól og kunna að hjóla án hjálpardekkja. Leikskólarnir taka mikinn þátt í þessu og kenna krökkunum að hjóla og annan eins hjólaflota hef ég aldrei séð eins og á leikskólanum hennar Rakelar Köru.
Þema afmælispartísins að þessu sinni verður hafmeyjan Aríel enda er hún með alveg eins hár og Rakel Kara, að hennar mati :O) Svo kann hún alla söngva og getur liggur við talað með videomyndinni, svo oft hefur hún horft á hana.
Jæja bless í bili og endilega KVITTIÐ Í GESTABÓKINA.