mánudagur, ágúst 28, 2006

Sumarfríið búið

Fyrsti skóladagurinn minn var í dag. Þetta voru upplýsingatímar þar sem að kennarar og tutorar kynntu sig og námsefni vetrarins. Fyrsti ALVÖRU skóladagurinn minn verður þó ekki fyrr en á mánudaginn því þá byrja tímarnir eftir stundatöflu. Allir tímarnir verða með fáum
nemendum sem er alveg ferlega fínt því þá hlýt ég að fá góða kennslu. Ég kynntist nokkru fínu fólki í dag og þ.á.m finnskri stelpu sem verður í nákvæmlega sömu tímum og ég.
Þar sem alvara lífsins fer loksins að taka við ákváðum við að lengja aðeins í fríinu og skella okkur í helgarreisu til Köben. Við gistum hjá Helga og Steinunni og fórum í tívolí, átum smorrebrod (úpps á eftir að fá danskt lyklaborð) og skemmtum okkur alveg konunglega í kóngsins köbenhavn. Þetta var alveg ferlega skemmtileg helgi :o) Helgi... híhí.
Það er helst af frétta af litla krúttinu okkar að hún er búin að taka leikskólann í sátt. Þetta virðist ekki vera mikið mál hjá henni núna og hún er farin að leika við krakkana, sem betur fer :o) Hún er líka farin að leika mikið við dönsku krakkana í hverfinu en fyrst til að byrja með vildi hún aðeins leika við þau íslensku. Það virðist virka ótrúlega vel að bulla bara eitthvað út í bláinn, benda hingað og þangað og setja á sig hin ýmsu svipbrigði. Dönsku krakkarnir virðast skilja hana, ótrúlegt :o) og vilja endilega leika við hana. Helst leikur hún við svartan danskan strák sem á alveg eins hjól og hún. Þau eru að verða sannkallaðir perluvinir og hafa verið mikið saman síðustu daga. Verst er að sá danski er heldur heimakær, í síðustu viku þegar Rakel var á leikskólanum og Halli í skólanum, sat sá litli fyrir framan sjónvarpið og horfði á teiknimyndir. Hann hafði hleypt sér inn, kveikt á sjónvarpinu og lá undir teppi ;o)
Í dag fórum við og keyptum barnastól á hjólið hans Halla. Síðan var farið í langan hjólatúr í góða veðrinu og þegar ég spurði Rakel hvernig var í hjólatúrnum var svarið....Það var alveg YYYYYYYYNDISLEGT.

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Litla sæta raðhúsið okkar.


Garðurinn okkar

Stiginn fíni

Gangurinn uppi

Eldhúsið

Stofan

pínu hluti af stofunni okkar

Gestaherbergið eða lærdómsherbergi

Rakelar Köru herbergi

Stofan okkar part two

Stofan okkar part three

Úpp þvotturinn er víst enn á snúrunni :o)

Hjólagarparnir


Halli á nýja fína hjólinu.

Rakel í fína regngallanum og með nýja hjálminn sinn.

Fréttir af Rakel Köru

En hvað það er gaman að vita að það er enn einhver umferð inn á þessa síðu þar sem hún er búin að vera lömuð í langan tíma :o)
Ég var að enda við að skutla Rakel Köru í leikskólann og viti menn, hún brosti út í eitt og sagði bara bless sjáumst á eftir, FARVELL. Þessi vika hefur gengið vonum framar og hver dagur verður auðveldari fyrir hana á leikskólanum. Arnie, Anne og Marianne leikskólakennararnir eru líka himinlifandi yfir breytingunum á henni enda er litli fýlupúkinn minn orðinn glaður og ánægður:O)
Rakel Kara hefur eignast alveg fullt af vinum hér í hverfinu. Kvöldin hérna eru vægast sagt mjög fjörug þar sem allir krakkarnir safnast saman úti og leika sér. Það skiptir ekki máli hvort þau eru átta ára eða þriggja ára, það leika allir saman. Hún fær fleiri heimsóknir en foreldrar hennar þar sem það er alltaf verið að spyrja eftir henni að koma út að leika. Rakel tók upp á því í vikunni að byrja að tala dönsku, eða hún heldur að þetta sé danska :o) Þetta er reyndar bara algjört bull en svona talar hún við dönsku krakkana. Sem betur fer eru þetta mjög góðir og þ0limóðir krakkar híhí.
Við fengum markísuna okkar loksins senda heim í gær. Hún verður sett upp í kvöld og ég mun setja inn myndir af fína fína garðinum mínum í kjölfarið. Við munum þó ekki geta notað hana fyrr en í næstu viku því að við ætlum að skella okkur í helgarreisu til Köben. Þar ætlum við að fara í tívolí og dýragarðinn og tjilla heima hjá Helga og Steinunni og spila Texas Holden póker.

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Nettengd á ný

Hæ öllsömul,
Loksins erum við komin með nettengingu hér í DK. Nú ættum við að geta verið dugleg að blogga og setja inn myndir. Það er helst að frétta af okkur að við erum búin að koma okkur vel fyrir í litla raðhúsinu okkar í Odense. Rakel er með sérherbergi og er rosa ánægð með það. Mamma og pabbi eru nýfarin heim til Íslands eftir að hafa verið hjá okkur í 12 daga. Halli er byrjaður á upprifjunarnámskeiði í stærðfræði og eðlisfræði. Námskeiðið tekur tvær vikur og á því er tekin öll menntaskóla stærð- og eðlisfræðin. Hann er rosa duglegur og hjólar daglega í og úr skólanum. Hjólreiðatúrinn tekur hann um hálftíma aðra leið þannig að hann hjólar klukkutíma á dag. Rakel Kara er byrjuð á leikskóla sem er hér rétt hjá okkur. Hún byrjaði 1. júlí og hefur verið í þrjá tíma í senn til að venja hana við. Leikskólavistin hefur ekki gengið vel hingað til en vonandi fer þetta allt saman að lagast, sjáum til. Eins og er þá er ég heima því að skólinn minn byrjar ekki fyrr en í september.
Fyrst að nettengingin okkar er loksins virk mun ég setja inn myndir bráðlega...Bið að heilsa :o)