sunnudagur, apríl 27, 2008

Sumar og sólardagur að kveldi kominn.

Góða kvöldið kæru vinir og fjölskylda.
Sumarið er komið hér Danaveldi, og fyrsti strandardagur ársins að kveldi kominn. Við eyddum hluta úr degi á Kertemindeströndinni góðu, grilluðum pylsur og spjölluðum á meðan stelpurnar léku sér í sjónum og í sandinum. Þetta var fyrsti dagurinn í sumar þar sem hitastigið var nálægt eða yfir 20 gráður. Morgundagurinn á sem betur fer að vera svipaður :O)
Halli og Sveinn að grilla dýrindis pylsur.
Rakel Kara
Rakel að grafa Ester
Um kvöldið voru svo grilluð svínarif og kartöflur.
og auðvitað léku krakkarnir sér úti í góða veðrinu langt fram á kvöld.
og Ísabella fær stundum að leika með.
og ein Ísabellu mynd í lokin sem var tekin fyrir nokkrum dögum..:O)
Af okkur er allt gott að frétta. Okkur finnst frábært að sumarið sé komið. Við höfum varla farið inn fyrir hússins dyr í nokkrar vikur :O) Höfum verið dugleg að fara í hjólatúra og lautarferðir í góða veðrinu.
Hér í Danmörku eru ófaglærðir leikskólastarfsmenn í verkfalli og þess vegna hefur Rakel verið heima í rúmlega viku. Ísabella hefur sem betur fer mátt fara á vöggustofuna :O) Það hefur verið svoldið erfitt að læra þessa daga sem Rakel hefur verið heima og það styttist óðum í prófin. Við vonum samt að þetta verkfall fari nú að leysast.
Við erum farin að hlakka til að komast í stærra húsnæði. Ef við göngum út í garð og lítum til hægri þá sjáum við nýja húsið okkar. Það hefur verið í byggingu síðustu mánuði og stendur nú alveg tilbúið, allt nema garðurinn. Í enda maí fáum við svo lyklana af höllinni okkar og þá ætlum við að drífa okkur í að flytja dótið yfir.
Það styttist óðum í sumarfríið okkar sem við ætlum að eyða í Þýskalandi að þessu sinni. Ætlum að dvelja í sumarhúsi við Schönhagen Strand sem er víst algjör paradís á jörð. Sumarbústaðurinn liggur við gullna strönd sem er um 15 km löng mikið um að vera í kring, skemmtilegir strandbæir og falleg náttúra :O)
Ég klára prófin mín 15 maí og svo ætla ég að vera í fríi í allt sumar:O) þvílíkur lúxus.
knús og kossar frá sólbrennda liðinu í Óðinsvéum

sunnudagur, apríl 13, 2008

Ég fæ alltaf ritstíflu þegar ég ætla að skrifa hér inn þannig að hér eru nokkrar myndir af því sem við höfum verið að gera síðan síðast. Er ekki alltaf sagt að myndir segja meira en orð ? Góða skemmtun :O)
Þann 12 mars átti Rakel Kara afmæli og nokkrum dögum áður hélt hún upp á afmælið sitt með glæsilegri og fjölmennri veislu. Hér er verið að syngja afmælislagið fyrir dömuna í veislunni.




Við fjölskyldan erum reglulegir gestir í dýragarðinum í Odense. Þar er alltaf jafn gaman að eyða deginum, með nesti, skoða dýrin og leika á leiksvæðinu. Ísabella er ekki hrædd við geiturnar og eltir þær út um allt á meðan Rakel Kara þorir ekki inn nema að á henni sé haldið :O)

Fín og sæt í prjónuðu íslensku vesti, vantar reyndar brosið á báðar myndirnar.


Systurnar að horfa á ferða DVD


Við fengum gest frá Íslandi um Páskana og það var hún Rannveig (Föðuramma).





Æ taktu mynd af mér....ég á 500 svipaðar myndir af þessari skvísu :O)

Er að hugsa um að fara með þessa fjölskyldu til atvinnuljósmyndara. Ég næ aldrei flottri mynd af þeim saman :O(

Annars er allt gott að frétta af okkur. Vorið er komið í Danmörku og við reynum að vera úti eins mikið og við getum. Við höfum farið í nokkra hjólatúra, það finnst okkur öllum gaman. Rakel er farin að hjóla án hjálpardekkja og nennir ekki lengur að sitja í vagninum heldur vill hjóla með. Við ætlum að flytja 1 júní í fínasta parhús í næstu götu. Húsið er þónokkuð stærra en það sem við erum í núna, er á einni hæð og er með fjórum svefnherbergjum þvottahúsi og stórum útiskúr eða klúbbhúsi eins og Halli kallar það :O) Við segjum því bráðlega skilið við litla kotið okkar, þar sem okkur hefur liðið vel síðustu tvö árin.
Jæja segjum þetta gott í bili, ég ætla út í sólina og blíðuna....15 stiga hiti úti :O)
Knús og kram
Svansa og CO