Myndbönd og fl

Ísbíllinn kemur alltaf á þriðjudögum í hverfið okkar og hér er Rakel að gæða sér á ís.

Ísabella glöð og kát.

Rakel er byrjuð í fimleikum og hér er hún stolt í nýja fimleikabúningnum sínum.

Um daginn fórum við í dýragarðinn og hér er Ísabella að leika sér meðan við hin borðum nestið okkar.

Rakel er farin að stilla sér upp á öllum myndum. Er orðin svoldið mikil pæja :O)
Hæ hæ
Eins og vanalega er fullt að gerast í litla kotinu okkar. Litlu dömurnar okkar hafa farið á kostum síðustu vikur og alltaf er að bætast í safnið okkar sögur af þeim tveim. Við ættum eiginlega að fara að skrifa niður allt þetta skemmtilega sem þær segja og gera. Ísabella er búin að læra að frussa og nú frussar hún út í eitt. Hún hreinlega froðufellir svo mikil eru átökin. Svo vinkar hún alltaf þegar við við lokum hurðum, kann að klappa og sýnir okkur óspart hvað hún er rosalega stór.Læt eitt frussumyndband flakka af dömunni og annað þar sem hún sýnir listir sínar. Rakel er á fullu að læra stafina og nú getur hún skrifað nafnið sitt og þekkir fullt af stöfum.
Læt þetta duga í bili. Andinn er ekki yfir mér í dag :O)
Verið nú dugleg að skrifa komment eða í gestabókina okkar. Það er alltaf svo gaman að fá kveðjur frá ykkur :O)
Frussumyndbandið
Ísabella að sýna listir sínar