miðvikudagur, apríl 25, 2007

Svefnenglar í DK

Ísabella í 25 stiga hita úti í garði á samfellunni einum fata





Rakel í 25 stiga hita í Aríel sundlauginni sinni sem Helga og Daði gáfu henni.














Ísabella mathákur farin að taka þátt í borðhaldi fjölskyldunnar.


Jæja, ég hef ekki verið dugleg að blogga síðustu vikur. Samt sem áður er alveg nóg að frétta. Hér hefur t.d verið sólstrandarveður, allt upp í 26 gráður. Við höfum öll verið að njóta veðurblíðunnar og okkur finnst eins og við séum stödd á sólarströnd í fríi.






Ég fór til Köben með Jónu á tónleika í síðustu viku. Sálin hans Jóns míns og Stuðmenn tróðu upp, Bjöggi Haldórs, Valgeir Guðjóns, Eyvi Kristjáns,Birgitta Haukdal og fl mættu líka á svæðið. Vorum líka í matnum, þriggja rétta máltíð á meðan þessir snillingar sungu og skemmtu gestum. Váaa hvað það var gaman þegar Eyvi söng Nínu eða þegar Valgeir söng popplag í G dúr.






Við höfum staðið í svefnstríði við dætur okkar síðan um Páska. Rakel vakir fyrri part nætur og Ísabella seinni partinn. Við Halli erum sem sagt ekki vel sofin þessa dagana og erum komin með bauga niður á höku.






jæja bless í bili



Hvet ykkur til að kíkja á barnalandssíðuna okkar, var að setja inn nýjar myndir. Endilega kvittið í gestabókina okkar því það er alltaf gaman að fá kveðjur