sunnudagur, febrúar 18, 2007

http://barnaland.is/barn/49124/

Komið þið sæl og blessuð,
Ég er búin að gera nýja heimasíðu sem verður aðeins myndasíða. Slóðin er http://barnaland.is/barn/49124/ . Þar sem fólkið okkar á Íslandi sér okkur svo sjaldan fannst mér tilvalið að búa til myndasíðu þar sem að allir geta fylgst með okkur stækka á lang og þverveginn. Til að geta skoðað myndirnar þurfið þið leyniorð en ef þið sendi mér e-mail á svooona@hotmail.com skal ég senda ykkur það. Ég er strax búin að senda inn fullt af myndum sem teknar voru í des,jan og feb.
Njótið vel :o)

föstudagur, febrúar 09, 2007

Heimför frestað um sinn

Hæ hæ allir á Íslandi sem koma hér reglulega í heimsókn

Nýjustu fréttir af okkur eru þær að við erum hætt við að koma til Íslands í febrúar en komum í staðinn um Páskana. Ástæðan er sú að við héldum að það væri frí í skólanum hjá Halla en það var rangt. Við fljúgum sem sagt út 30 mars og verðum á Íslandi í tæplega tvær vikur.
Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur síðustu vikur. Á miðvikudaginn áttum við Halli 11 ára afmæli. Við höfum verið saman rúmlega einn þriðja af minni ævi...Hugsið ykkur :o)Í tilefni dagsins ákváð ég að koma Halla á óvart og bjóða honum út að borða. Þetta kom honum skemmtilega á óvart því við höfum ekki farið út saman án barnanna í hálft ár. Aggi og Elín, vinir okkar, pössuðu stelpurnar meðan við fórum á fínan veitingarstað og fengum okkur 5 rétta máltíð þar sem var búið að sérvelja vín með hverjum rétti. Þetta þótti honum Halla mínum ALGJÖRT ÆÐI þar sem hann er einn sá mesti sælkeri sem ég þekki. Þetta var virkilega notalegt kvöld þar sem við gátum slappað af og notið okkar. Það er gott að eiga góða að hér í Danmörku.
Eftir að hafa tekið tveggja vikna magakveisusyrpu er Ísabella orðin algjört draumabarn. Hún borðar og sefur til skiptis og brosir inn á milli. Hún er farin að sofa klukkan 21:00, vaknar einusinni yfir nótt til að drekka og sefur svo til 9:0. Svona eiga börn að vera :o)

Jæja bið að heilsa ykkur öllum. Ég set inn nýjar myndir af litlu krúttunum á næstu dögum.
Verið nú dugleg að kvitta í gestabókina :o)
Það er alltaf svo gaman að fá kveðjur

Svansa, Halli og krútt