kominn tími á ponsu blogg,,,,er það ekki
Mikið rosalega er skrítið að búa erlendis á svona tímum, að horfa á ástandið heima fyrir úr fjarlægð. Hér sitjum við kvöld eftir kvöld og horfum á íslenskar fréttir og kastljós til að reyna að ímynda okkur hvernig ástandið er heima á Íslandinu góða. Af okkur er allt gott að frétta, höfum ekki fundið fyrir kreppuni ennþá enda millifærðum við, einhverja hluta vegna, tvöfallt um síðustu mánaðarmót. Við eigum því nóg út nóvembermánuð en við þekkjum marga hér sem eru í vandræðum peningalega séð. Það er víst ekki nóg að eiga peninga á Íslandi þegar millifærslur á milli landa eru bönnuð í augnablikinu. Við vonum bara að þetta ástand lagist nú fljótlega.
Við höfum haft mikið að gera síðustu vikur enda erum við Halli núna bæði á fullu í skólanum. Okkur vantar nokkra klukkutíma í sólarhringinn, svo mikið er víst ;O) En mikið finnst okkur lífið okkar gott og skemmtilegt hér í DK. Við eigum alveg frábæra vini, stelpurnar elska leikskólann sinn og okkur finnst námið okkar skemmtilegt og áhugavert.
Síðustu tvær vikur höfum við gert margt til dundurs. Rannveig kom í heimsókn til okkar og var hjá okkur í viku. Við höfðum ekki séð hana í marga mánuði og öll vorum við spennt að fá hana í heimsókn, sérstaklega Rakel Kara sem taldi niður dagana. Við höfðum það rosa notalegt og spjölluðum mikið og átum góðan mat og drukkum góð vín. Enda erum við miklir sælkerar :O)Okkur fannst öllum erfitt að kveðja hana og Ísabella spurði eftir henni í marga daga á eftir:O) alltaf að spyrja um ömmu sína.
Við höfum verið í haustfríi alla vikuna og haft það notalegt þó svo að við Halli höfum reynt að læra fyrir hádegi. Hér erum við í Tívolíi og það fannst stelpunum æðislegt, sérstaklega Rakel Köru sem fór í flest öll tækin. Ísabella töffari var hinsvegar skíthrædd við að fara í tækin en fannst skemmtilegt að horfa á öll ljósin og sagði bara vááá hátt hátt upp í himininn :O)
Hér erum við að borða hádegismatinn okkar, heimatilbúið nesti namm.
Rakel í risa risa rennibraut
Rakel í tívolírólum
og auðvitað þurfti pabbinn að prufa líka ;O)
Svo þurfti Ísabella aðeins að hvíla sig og svaf eins og steinn í öllum hávaðanum.
og hér er svo afraksturinnSvo var farið í hrekkjavöku afmælisveislu og Ísabella var klædd sem Solla stirða.
og Rakel var Mjallhvít.....æ þær eru svo sætar að kyssast.
Við biðjum öll voða vel að heilsa. Hugur okkar er auðvitað oft heima á Íslandi, Hollandi og Argentínu, hjá okkar nánustu. Okkur hlakkar mikið til að koma og hitta ykkur öll yfir jólin.
Knús og kossar til ykkar
Kveðja Svansa, Halli. Rakel og Ísabella.