Nett framkvæmdarbrjálæði
Sælt veri fólkið, langt síðan síðast :O)
Desember fauk áfram eins og lauf í vindi, híhí :O) og enginn tími til að skrifa hér á þessa flottu bloggsíðu.
Við Halli erum í nettu framkvæmdarbrjálæði hér. Haldið þið að dekurrófurnar hafi ekki farið í gær og keypt skenk og glerskáp í stofuna:O) Það tók sex tíma að setja herlegheitin saman og hér er afraksturinn
Næst á dagskrá er að kaupa kommóðu og skóskáp til að setja á ganginn fyrir restina af jólapeningnum sem við fengum frá foreldrum okkar og ömmu. Erum að hugsa um að biðja bara alltaf um peningjagjafir híhí, nei djók ég held að hugsunin á bak við þessa fínu gjöf var að styrkja fátæku námsmennina sína. Allavegana enn og aftur takk fyrir okkur:O) Knús og kossar til ykkar. Svo ég held nú áfram með framkvædarbrjálæðið á þessu heimili þá ætlum við að taka til í útiskúrnum, sortera flöskur og selja, olíubera eldhúsborðið, kaupa tölvu og margt fleira.
Já það er margt að gerast, Ísabella byrjaði á vöggustofu á mánudaginn. Aðlögunin gengur alveg ljómandi vel, ekkert vesen ennþá. Á morgun verður hún í fyrsta skipti í heilan dag þ.e.a.s við sækjum hana eftir blundinn sinn sem hún tekur í hádeginu. Þar með erum við Halli laus og liðug og getum gert allt það sem hefur setið á hakanum síðustu mánuði. Ætlum raunar líka að slappa af og sofa svoldið, ekki veitir af hí hí.
Við vorum öll sammála um að Íslandsferðin okkar var vel heppnuð og skemmtileg. Við stelpurnar dvöldum í þrjár vikur en Halli þurfti til Danmerkur í próf eftir aðeins eina viku. Það var svo gaman að hitta allt fólkið sitt,borða góðan mat, fá jólasnjó, fara í bústaðarferð, sundlaugarferð, borða hamborgarasósu, lambalæri ala mamma og pabbi, kaffihúsaferðir o.s.frv :O) Þar sem Halli flaug heim fyrir áramót fékk hann nægan tíma til að læra undir prófin. Hann stóðst þau með sóma.
Jæja, ritstíflan angrar mig í dag.
Heyrumst seinna
Svansa
.